Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 iimiiiiiimiiMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimiimimmiiimmimimiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiii eyris eða helmingi dýrari, og þar við bætist, að það sparast beitu- skurðurinn, þegar um kampalampann er að ræða. 7. Tilraunir byrjaðar. Eg minntist á, að hagnýta niætti rækjur, í erindi, sem eg flutti fyrir íslenzku vikuna fyrir tveimur árum, og nefndi „ónumið land“. í fyrra kom eg aftur að þessu, þegar eg gerði grein fyrir rannsóknum mínum á Þór, síðastliðinn vetur. Síðan hefir nú sá gleðilegi atburður gerzt, að framtaks- menn vestanlands, nefnilega á ísafirði, hafa hafizt handa um rækjuveiðar. Mér er kunnugt um, að við talsverða erfiðleika hefir verið að stríða, þegar um það hefir verið að ræða, að koma vör- unni í verð, því að sá innanlands-markaður, sem menn gerðu sér vonir um, hefir brugðizt svo að segja með öllu. Þrátt fyrir það, hafa ísfirðingar ekki gefizt upp, og það er trú mín, að þeir séu hér að vinna upp atvinnuveg, sem eitthvað ætti að muna um, þeg- ar til lengdar lætur. Það hlýtur nefnilega að vera hægt að selja mikið af rækjum á enskum markaði, annaðhvort nýjar, ísaðar, eða niðursoðnar. Hvort verður betra, verður reynslan að láta okkur vita um, þegar sá tími er kominn. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.