Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiii!iimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii Reyniviður í Fnjóskadal. Fögur eru reynitrén gömlu, sem standa hérna í garðinum sunn- an við húsið Aðalstræti 4 á Akureyri, og teygja laufríkar grein- arnar heim að gaflinum, svo að eigi er nema tvær faðmslengdir, eða svo, á milli þeirra og glugganna á annari hæð. Þau eru svo fögur og geðþekk, að ef eg væri orðinn svo mikill skáldkonung- ur, að binda ætti mér heiðurssveig, mundi eg miklu fremur kjósa, að hann væri gerður úr reynilaufum en lárviði. í Fnjóskadal mun fegurst útsýni vera að Fjósatungu. Einkum er fjallasýn til suðurs aðdáanleg. Vallnafjall, Kambfellshnjúkur og Tunguöxl rísa fagurlega mynduð fyrir botni dalsins. Og dalur- inn sjálfur er fegurstur um og inn frá Fjósatungu. Þar er undir- lendi mest, og allt vestan megin ár. Austurfjallið er víðast bratt. Og þekja hinir alkunnu Fnjóskadalsskógar hlíðar þess. Ná skóg- arnir óslitið að kalla má, norðan frá Hálshnjúki, suður yfir Vagla-, Lunds-, Þórðarstaða-, Belgsár-, Bakkasels-, Bakka- og Sörlastaða-jarðir og allt suður á Timburvalladal. Að vestanverðu er Fnjóskadalur gjöreyddur að birkigróðri, nema hvað allmyndarlegt kjarr er í landi Reykja, inni í mynni Bleiksmýrardals. Áður fyrr var þó jafn mikill og blómlegur skóg- ur í vesturhlíðum Fnjóskadals og austurhlíðum hans. Jafnvel svo þéttur, að eftir því sem sagnir herma, þurfti að hengja hljóm- miklar bjöllur á nautgripi þá, er gengu í landi Hróarsstaða og Veturliðastaða. Nú sést þar hvergi birkihrísla. Eyfirðingar eyddu skóginum í vesturhlíðum Fnjóskadals, er þeir gerðu til kola á vorin. En austur yfir hina beljandi Fnjóská í vorvexti komust þeir ekki. Þess vegna varð skóginum í austurhlíðunum lífvænt. Það er leitt að sjá vesturhlíðar Fnjóskadals auðar að trjá- gróðri. Lyngholtin eru ömurleg, þótt þau taki blásnu landi fram. Hvað á að gera til að prýða hlíðarnar? Því er auðsvarað. Hið neðra með hlíðarótunum á að brjóta landið og rækta tún, en planta reyniviði upp eftir hlíðunum og kringum túnin og á milli þeirra. Byrja verður með smáa reiti, afgirta. Fjölga þeim síðan og efla gróðurinn, unz allar vesturhlíðar dalsins eru, að áratug- um liðnum, þaktar hávöxnum, föigrum reynislcógi. Verður þá gaman fyrir íbúa dalsins og ferðamenn allra átta, að gera sam- anburð á honum og birkiskóginum í austurhlíðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.