Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 1 Fjósatungu er slétt og fallegt tún. Þar er góð bygging og smekklega sett. Það vantar aðeins nokkurra hektara reyniskóg meðfram hlíðarrótinni ofan við túnið, til þess að staðurinn öðlist einkar geðþekkan, „rómantískan“ svip. Þarna væri alveg sjálf- sagt að byrja ræktun reyniviðarins í Fnjóskadal. Sigurður Draumland. Um leið og Náttúrufræðingurinn þakkar höfundi þessarar greinar áhuga hans á skógrækt, þykir rétt að geta þess, að reyn- irinn myndar óvíða samfellda skóga, svo að vænlegra væri að reyna hér með aðra tegund trjáa, ef til kæmi. Á. F. Barrfall af skógarfuru. Nýlega hafa verið gerðar í Danmörku tilraunir viðvíkjandi því, á hvaða tíma árs skógarfuran felldi barrið, og hve mikið á ári. Tekinn var til rannsókna 20—30 ára gamall skógur. Á hverj- um 100 ferm. voru 27 tré að meðaltali, meðalhæð trjánna var 9 metrar, en ummál þeirra í brjósthæð 9,6 cm. Tilrauninni var hag- að þannig, að ílát, sem voru 0.2 ferm. að flatarmáli hvert, voru látin á milli trjánna og talið og vegið það, sem í þau kom af barri og barkarflísum tvisvar sinnum á mánuði (1. og 16. dag hvers mánaðar) í eitt ár. Á þennan hátt var hægt að finna, hve mikið af barri féll á hvern fermetra að meðaltali í ýmsum mánuðum ársins, niðurstaðan varð þessi: í janúar féllu - febrúar — - marz — - apríl — - maí — - júní — 3.03 gr. 7.00 — ' 3.64 — 5.55 — 11.85 — 23.90 — í júlí - ágúst - sept. - okt. - nóv. - des. féllu 42.93 gr. 31.70 — 74.60 — 119.50 — 19.20 — 6.90 — Mest hefir þó barrfal'lið verið í maí—nóvember. Taflan sýnir þyngd barrsins og barkarflísanna eins og hann var þegar ílátin voru tæmd. Talið er, að hið mikla barrfall í október stafi af storm- um, sem þá voru. Gaman væri að gera svona athugnair hér á landi, á þessum barrtrjám, sem við erum að gera tilraunir með. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.