Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 43 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIUHII!IIIIIIII|III|I|,IIUIII|||||I|I|||II||III|I blöðin eins og hvert annað hey, en síðan notað þau á margvíslegan hátt. Þannig hefir marhálmur verið notaður til skepnufóðurs, til áburðar, sem einangrunarefni, til þess að fylla með dýnur, og á margan annan hátt hefir hann verið hagnýttur, ekki sízt í Hol- landi og Danmörku, þar sem blómgazt hefir marhálmsiðnaður í nokkuð stórum stíl. 3. Pestin kemur. Eg hefi af ásettu ráði verið nokkuð langorður um það, hve mikið er til af marhálmi, þar sem hann vex, og hve mikla þýðingu hann hefir, bæði beinlínis og óbeinlínis. Nú ætla eg að venda mínu kvæði í kross, eins og þar stendur, og komast nær því, sem hefir fengið mig til þess að gera marhálminn að umtalsefni, en það eru þær hörmungar, sem yfir hann hafa gengið í útlöndum á síðari ár- um, og í sambandi við þær vonaraugu þau, sem erlendar verk- smiðjur, er hafa unnið marhálminn, eru farnar að senda fslandi, til þess að kalla á hjálp, til að finna marhálm, ef þess er kostur. Það vakti mjög mikla athygli í Evrópu, þegar þess varð vart, að pest var komin í marhálminn við strendur Portugals, Frakk- lands og Hollands, árið 1932. Sjúkdómurinn lýsti sér þannig, að fyrst komu brúnir blettir á blöðin, einkum á þeim marhálmi, sem óx lengst frá landi. Blettirnir urðu stærri og stærri, blaðið eyði- lagðist, og loks einnig stenglurnar og ræturnar með. Að lokum urðu blöðin alveg svört og duttu af, og vegna þess, að loftblöðr- urnar, sem áður er minnst, eyðilögðust einnig, gátu blöðin ekki flotið, eins og blöð, sem duttu af vegna vanalegra ástæðna, held- ur sukku þau til botns, og mynduðu svart, hálfrotið mauk, þar sem áður höfðu verið blómlegar, dökkgrænar breiður af mar- hálmi. Nú tóku rannsóknastofurnar til óspilltra málanna, og um áramótin 1932—1933 sendi Laboratorie de Cryptogamie í París og Dr. Havinga á rannsóknastofu fiskiveiðanna í Amsterdam fyrirspurnir út um alla Evrópu, hvort borið hefði á þessum ó- þekkta sjúkdómi hjá þeim, og urðu svörin á ýmsa vegu, en að minnsta kosti Norðurlönd höfðu þá enn þá því láni að fagna að geta svarað neitandi, enn þá höfðu þau frið með sinn marhálm og þann iðnað, sem honum fylgdi. En sá friður hélzt ekki lengi úr þessu. Fyrsta aðvörunarskotið kom snemma á árinu 1933, þeg- ar það varð uppvíst, að marhálmurinn var horfinn af stóru grynni vestan til í Limafirði í Danmörku. Nú sendu dönsku haf- rannsóknirnar fyrirspurnir út um allt land, til þess að vita, hvort

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.