Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tmiimiimiiimimiimimiiiiiiimmiiiiimmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimmiit sænska tímaritsins „Fauna och Flora“ er sagt frá rannsóknum, sem gerðar voru í ágúst síðastliðið ár í sænska skerjagarðinum, á Kristinebergs sjórannsóknarstööinni, og eftir þeim að dæma, þá óx nú marhálmur aðeins á einstaka stað, blöðin voru færri en vanalega, aðeins tvö til þrjú, styttri en vanalega, aðeins eitt af þeim, sem mælt var, reyndist lítið eitt yfir hálfan metra, og margt af plöntunum hafði pestina, sem fleira og fleira bendir til að stafi af þessum svampi, sem dr. Petersen fann. Þá er einnig minnst á pestina í síðasta hefti danska tímaritsins „Nordisk Havfiskeri Tidsskrift", og þar eru jafnvel taldar litlar líkur til þess, að stofn- inn muni nokkurn tíma ná sér aftur, að minnsta kosti ekki um fyrirsjáanlegan tíma, enda þótt líkur bendi til þess, að á einstaka stað sé þetta eitthvað að færast aftur í rétta átt, einkum við Holland. Það, sem eg vildi hafa bent á með þessum orðum, er það, að þýðingarmikil nytjaplanta, sem meðal annars hefir skapað hrá- efni fyrir iðnað, er nú svo að segja horfin, þar sem áður var mik- ið af henni, og ekki er útlit fyrir að hún komi aftur, svo að um muni, að minnsta kosti ekki um langan tima. En þar sem það er eitt af hinum mörgu lögmálum í mannheiminum, að eins dauði er annars brauð, liggur sú spurning opin við, hvort að við Islending- ar höfum ekki aðstöðu til þess að hagnýta okkur þetta, að þarna vantar hrávöru, sem við ef til vill getum útvegað. Það hafa kom- ið hingað fyrirspurnir, meðal annars til mín persónulega, um. það, hvort ekki sé hægt að útvega hér marhálm til útflutnings; þær hafa komið frá Danmörku, eg held eingöngu frá því verzl- unarfélagi, sem heitir „Dansk Arki“. Síðasta ár vann þetta fé- lag 1200 smálestir af marhálmi, það var allt og sumt, sem það gat náð í, og það hefir látið þá skoðun í veðri vaka, að það myndi geta tekið á móti öllum þeim marhálmi, sem hér væri hægt að afla, að minnsta kosti á meðan ástandið er eins og það er nú. — En áður en lengra er farið, verðum við að gera okkur ljóst, að notkun mar- hálmsins hefir meðal annars byggzt á því, að það var svo mikið til af honum, það var auðvelt að komast yfir hann, eða með öðr- um orðum, hann var ódýrt hráefni. Þess vegna er það vitanlega spurning, hvort það myndi borga sig að vinna hann hér, til út- flutnings, en fyrst skulum við athuga, hvort skilyrði eru til þess að vinna hann, og þar næst snúa okkur að því, að athuga það verð, sem fyrir hann gæti fengist.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.