Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 54
48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiilii höfundur bréfsins, að það sé af völdum fugla. Bendir hann á, að nokkuð muni vera af marhálmi innst í Gilsfirði. Frá Hjörsey kemur sú fregn, að úti fyrir Mýrum sé nú eng- an marhálm að fá né finna. Bréfritari segir, að áður fyrr, frá um 1880 og þangað til frostaveturinn 1917—1918, hafi verið mikill gróður af marhálmi á leirum í víkum og vogum, og til mik- illa þarfa fyrir pening. Hafi þá gæsir etið hann mjög. Frosta- veturinn hafi hann eyðst, og gæsirnar þá farið að leggjast á ný- græðinginn á túnunum, og nú séu þær hættar að standa við til þess að leita sér fæðu á ferðum sínum til varpstöðvanna í apríl— maí á vorin. Seinna var marhálmurinn byrjaður að vaxa upp að nýju, en þá segir bréfritarinn að álftir hafi eytt honum, svo að nú sé hann horfinn aftur. Eg fyrir mitt leyti er nú ekki trúaður á að þetta sé rétt, en mér finnst þetta benda í þá átt, að því miður höfum við ekki farið varhluta af pestinni, og hafi hún þá valdið síðara hvarfinu, og um þetta ber bréfið frá Langey einnig vott. Frá Hoftúnum er skrifað, að mikill marhálmur hafi verið fyrir nokkrum árum í Nesvogi, Vigrafirði, Álftafirði og Hof- staðavogi, en nú sé hann horfinn, og bendir það einnig í þá átt, að pestin hafi komizt hingað til Islands. Frá Skarfsstöðum er skrifað, að þar reki mikið af marhálmi upp á sanda, en vegna þess, að hann hefir aldrei verið hirtur þar, getur höfundur bréfsins ekki gefið upplýsingar um, hvort það myndi borga sig að hirða hann. Frá Eyvindarstöðum er skrifað, að í löndum margra bæja, sem þar eru nærri, sé mikill marhálmur, og er gert ráð fyrir, að þar myndi mega safna að minnsta kosti um 100 hestum á ári. Loks er skrifað frá Króksfjarðarnesi, að þar sjáist ekki nokk- urt strá af marhálmi, hann hafi alveg horfið fyrir um þremur árum. 7. Kostnaðarhliðin. Þá hafa einnig borizt upplýsingar um það, hvað það myndi kosta að vinna marhálm, reyndar aðeins frá tveimur stöðum. Frá öðrum staðnum er skrifað, að þar hafi gamall maður safnað mar- hálmi og selt hann um aldamótin síðustu, fengið eina krónu fyrir sátuna, og haft góðar tekjur af. Hinn gerir ráð fyrir, að það myndi borga sig að vinna marhálm fyrir um 40 kr. smálestina. Þetta félag, sem eg hefi minnzt á fyrr, sem vill kaupa marhálm, vill gefa um 100 kr. fyrir hann, kominn til Kaupmannahafnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.