Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 49 .................Illlllllllllllllllllll.........IllllllllllllllllllllllllII.... Nú er farmgjaldið því miður nokkuð hátt, en ef gert er ráð fyrir, ■að það mætti fá það eitthvað lækkað, og ef hægt væri að fá eitt- hvað meira verð fyrir vöruna, vegna þess hve erfitt er orðið að afla hennar, þá finnst mér líklegt, að hægt væri að greiða um 50—60 krónur fyrir smálestina, og eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, ætti það þá ekki að vera frágangssök fyrir bændur að vinna hann. Mér finnst einnig ljóst af bréfunum, að nógu mikið sé hér vanalega af marhálmi, til þess að geta skapað útflutning, en því miður virðist það einnig koma í ljós, að veikin hafi komið hing- að, og eytt plöntunni víða þar, sem hún stóð áður með blóma. 8. ViSfangsefni. En hér er viðfangsefni, sem vert er að veita athygli, jafnvel þótt ekki sé að ræða um milljónir króna. Hér er vara, sem spurt er um, hér er loksins eitthvað, sem við getum selt. Og þótt verðið sé ekki mjög hátt, þá er þó þess að gæta, að það er svo að segja tekið upp úr götunni, þar sem engu þarf að kosta til og þar sem liðléttingar geta unnið aðalstarfið með lítilli fyrirhöfn. Marhálm- inum þarf aðeins að bjarga undan sjó, þegar hann rekur, láta rigna úr honum saltið, láta hann þorna, og svo er hann orðinn markaðsvara. Mér finnst liggja beinast við, að láta nú rannsóknir og tilraunir haldast hönd í hönd. Við eigum tvo frábæra jurta- fræðinga norður á Akureyri, þá Steindór Steindórsson og Ingi- mar Óslcarsson, og einn við nám úti í Kaupmannahöfn, Ingólf Davíðsson, en auk þess ýmsa fleiri. Gott væri nú, ef einum eða fleirum af þessum mönnum væri gefinn kostur á því, að gera gagngerða rannsókn á marhálminum hér við land, þegar á næsta sumri, ekki sízt til þess að fá skorið úr því, hvort mikil brögð eru hér að pestinni, sem hefir allt að því eytt honum annars staðar. Samfara þessu þyrfti svo að gera tilraun með að safna mar- hálmi til útflutnings, og heppilegast væri, ef til vill, að hér í Reykjavík væri einhver aðili, sem keypti það af bændum, sem . þeir gætu selt, hvort sem það væri mikið eða lítið, greiddi fyrir það eins hátt verð og frekast væri unnt, og gengi síðan frá því til útflutnings. Hér gæti ef til vill áður en mörg ár eru liðin orðið að ræða um all álitlega björg fyrir þá bændur, sem hefðu aðstöðu til þess að afla marhálms, og væri þá betur farið en heima setið. Á. F. 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.