Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 51 ..............................................IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllll sjávar. Mun það hafa synt að minnsta kosti fjórum sinnum yfir ána. Og eftir að það hafði einu sinni stokkið girðingu, gerðist það djarfara við þær og fór yfir þær, ef því sýndist svo. En aldrei fór það samt yfir syðstu girðinguna, yfir í ógirtan heiða- geiminn; heldur dvaldi þarna fram á síðasta haust. Reynt var að koma því inn í Keldunessgirðinguna — sem það kom inn í í fyrstu —, en það mistókst með öllu. Hélt dýrið sig mikið yfir sumarmánuðina (júlí og ágúst) í mýrlendinu norðan til í girð- ingunni, einkum suðvestur af eyðibýlinu Bakkakoti, er stendur á vestari bakka Litlár, örlitlu sunnar en bærinn Nýibær — sem stendur á austari bakka árinnar. Með haustinu flutti það sig fram í mólendið. Alltaf er menn komu nærri dýrinu og styggð kom að því, tók það sprettinn og virtist vera heilbrigt og með fullu fjöri. Því kom mönnum það mjög á óvart, er það fannst dautt — kring- um þann 12. okt. síðastl. — æðispöl suður af svokölluðum Vatnsbæjum (Víkingavatn o. fl. bæir), þar sem heita Hest- hólar. Var það nýlega dautt, er menn fundu það. Strax og eg frétti það (16. s. m.) kom eg því til leiðar, að dýrið var látið óhreyft; því að eg vildi skoða það, til að reyna að sjá, hvað hefði valdið dauða þess. En sakir hríðarveðra og las- leika, kom eg þessu eigi við fyrr en eftir 20. s. m., en var þá svo heppinn, að dag þann, er skoðunin fór fram, var hið ákjós- anlegasta veður til þessa, svo eigi fær betra um þann tíma ársins. Það sem fyrst vakti athygli mína, er eg sá dýrið, var holda- farið. Það var svo aumt, að helzt má líkja því við gamal-ærhold er skepnan hefir lengi veslast upp af einhverri uppdráttarsýki. Svo magurt var það, að hvergi sást votta fyrir minnstu veru af fitu, hvorki í kjöti né í holdinu, t. d. kringum hjartað eða nýr- un, sem hvorttveggja var óskaddað. Maginn — vömbin — var heill, en svo lítill, að hann var eigi stærri en í meðal fráfæru- lambi, og svo skorpinn saman, að hann hrukkaði allan utan, og á þykkt líkur og stórgripavömb. í honum var örlítið af fæðu -— mest kvistnæli og lyng. Því miður gat eg ekki athugað garnirn- ar — hrafninn var búinn að ná þeim, en það þótti mér einkenni- legt, að eigi sást neinn saur úr þeim í kviðarholdinu. En þess sáust glögg merki, að dýrið hafði nokkru fyrir dauða sinn fengið magnaða skitu, því það var atað af henni að aftan og fram á kvið; þó þóttist eg sjá þess merki, að hún — skitan — hefði 4*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.