Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 58
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ■ iiiii iii miiiiui immiiiiiii iiiiimi iii miiiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimmiimii jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii verið minni síðustu daga þess en nokkru áður, af hverju sem það nú hefir stafað. I báðum áður-umgetnum girðingum —sem dýrið dvaldi í — gengur sauðfé hundruðum saman, bæði vor, haust og vetur. Einkum sækir það mikið í mýrlendi það, sem áður er getið um að hreindýrið dvaldi í yfir mánuðina júlí og ágúst síðastl. Á öllum eða flestum þeim jörðum, sem land eiga í girðingunum hefir borið, ýmist meira eða minna, á iðraormum í sauðfé og bráðapest á hverju heimili. — Er því hætt við, að landið í girð- ingunum, og þó einkum mýrlendið vestan við Litlá, sé orðið mengað af sóttkveikjum þeim er valda þessum sauðfjárkvillum. Virðist mér líklegast, að dýrið muni hafa fengið í sig einhverja pest — þó eigi bráðafár — og hún unnið á því um síðir; því að allt útlit þess benti eindregið í þá áttina, en á hinn bóginn engin merki sjáanleg um dauða af slysum eða þessháttar. Dýr þetta var karldýr, 2—3 vetra. — Er sárt til þess að vita, að þessi skyldi verða endirinn á heimsókn þess til manna- byggða. Er mér óhætt að fullyrða, að margir menn hér harma þessa niðurstöðu. — En bendir hún eigi ótvírætt í þá átt, að nú sé svo komið, að villt dýr, skyld sauðkindinni, og móttækileg fyrir sömu kvilla og hún, eigi nú orðið eigi annað erindi í sauð- fjárhagana heima við bæina en það, að veslast upp, og deyja að lokum af einhverri þeirri sýki, er þjáir sauðfé okkar? Lóni í Kelduhverfi, 6. janúar 1936. Björn Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.