Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 53 iiiiiimiiiiimmiiiiimiimiiimimmmiiiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimimmmiiimtmmiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Misnotuð gestrisni. Fiðrildi, sem Bretar kalla „The Large blue“ (Lycaena arion), blátt, með dökkrenndum vængjum og dökkum blettum á fram- vængjunum, hefir furðulega samvinnu við maurflugur. Fiðrildi þetta, sem er í meðallagi á stærð, á m. a. heima á norðurströnd Cornwall-skaga, og hefst einkum við þar, sem nóg er af blóðbergi, helzt innan um runna. Fyrri hluta sumars verpa fiðrildin eggjum í blóm blóðbergs- ins, einkum þess blóðbergs, sem vex í námunda við maurflugnabú. Að hér um bil viku liðinni koma lirfurnar, hinir smávöxnu tólf- fótungar, úr eggjunum, og byrja nú af miklu kappi að eta blóð- bergsblómin. Reyndar eru þeir ekki rígbundnir við grænmetið, því þeir eta hver annan eftir því, sem við verður komið. Þrisvar skiptir þessi tólffótungur um ham, og teygir vel úr sér í hvert skipti, þegar gamla hamnum er kastað, áður en sá nýi harðnar; þannig fer vöxturinn fram í stökkum. En þegar þriðju hamskiptin hafa farið fram, breytist viðhorfið. Tólffót- ungurinn, sem hingað til hefir lifað á blóðbergsblómum og syst- kinum sínum, hættir nú að snæða, og fer að taka sér langa göngu- túra, eins og hann sé að leita að einhverju. Eftir margar og langar göngur ber tólffótunginn þar að, sem maurfluga er að safna mat í búið. Nú bregður svo einkennilega við, að þarna verður mesti fagnaðarfundur. Maurflugan klappar tólffótungnum öllum og strýkur hann með fálmurum sínum, alveg eins og hún hafi hitt þarna gamlan kunningja eða „glataðan son“. Tólffótungurinn lætur vel að atlotunum, og geldur þau með því, að láta lítinn dropa af vökva smita út úr líkamanum. Maur- flugan er þá ekki sein á sér að háma í sig sælgætið; hún lætur enn- þá betur að tólffótungnum, sem lætur af hendi hvern dropann á fætur öðrum. Við og við þarf maurflugan að bregða sér frá til þess að tæma sig, og kemur jafnharðan aftur með hálfu meiri áfergi. Loks kemur að því, að tólffótungurinn getur ekki meira af hendi látið. Hann tekur þá þeirri merkilegu breytingu, að fremsti hluti líkamans, rétt fyrir aftan höfuðið, fer að þenjast út. Maur- flugan virðist strax skilja, hvað átt er við með þessu; hún grípur af öllum kröftum í tólffótunginn, og draslar honum heim í maura- búið sitt. Þar lætur hún hann hjá maurflugulirfunum, sem verið er að koma á legg.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.