Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 60
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiuimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii En hvernig geldur nú tólffótungurinn þessa gestrisni? Hann étur lirfur maurflugnanna, og lifir góðu lífi á þeim í 5—6 vikur. Þá dregur hann sig þangað, sem lirfurnar eru beztar og feitastar, og leggst þar í dvala til næsta vors. Þegar vetrarsvefninum er lokið, er fæðan strax við hendina. Tólffótungurinn rífur í sig með græðgi hina mjúku, safamiklu erfingja gestgjafa síns, liggur löngum í sömu stellingum og nenn- ir ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar kemur fram í júní, byrjar nýtt tímabil í lífi hans. Hann verður að púpu. 1 því gerfi liggur hann mánaðartíma, en úr því kemur nýtt stig: Púpuskurn- in rifnar, og fiðrildið kemur til sögunnar. Með undraverðri ratvísi tekst því að skríða út úr völundarhúsinu, sem það hefir dvalið í, skríður upp á grasstrá eða þ. u. 1., til þess að breiða úr vængjun- um og láta þá harðna. Eftir stuttan tíma fer það að verpa eggj- um, skapa nýja kynslóð til nýrra tíma. Eftir Crispin Ross. Á. F. þýddi lauslega.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.