Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 55 iiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiimimi Úr bréfi frá William Pálsson, Laxárdal. Veturinn 1934 (í nóvember) náðist stari lifandi á Grenj- aðarstöðum. Veturinn 1935, 19. og 21. marz, sá.ust fjórir starr- ar á Halldórsstöðum í Laxárdal. Tveim vikum síðar sáust 2 á sama stað. Veturinn 1935, 20. apríl, sá eg einn stara hér á Halldórs- stöðum, hann sat á húsburstinni og söng mjög; daginn eftir sá eg hann aftur. Árið 1932, 22. maí, fann eg unga í skógarþrastarhreiðri. Hann hefir byrjað að verpa um mánaðamótin apríl og maí. 11. desember 1934 fann Pétur Jónsson í Kasthvammi dauðan grænhöfða1) í Laxárdal (S.-Þing.). Þessi grænhöfði var með hring um annan fótinn, sem á stóð: „Mus. Nat. 4 Reykja- vík Iceland 135. Fuglinn virtist hafa verið drepir.n af ránfugli. Sumarið 1917 var fár mikið í húsöndum við Mývatn; ung- ar þeirra drápust jafnóðum og þeir komu úr eggjum. í Reykjahverfi í Aðaldalahreppi fundust vorið 1915 saman í hreiðri 3 lóuegg og 4 spóaegg. Á Brettingsstöðum í Laxárdal (S.-Þing), sást fugl meiri- hluta sumarsins 1920. Þessum fugli var lýst svo: Rauðleitur um höfuð og með samlitum topp. Gulur neðan (úr keldum?), grænn á baki, nef og fætur dökkt. Fuglinn var yfirleitt mjög litfagur (vaðfugl?). Fugl náðist lifandi 14. september á Húsavík. Móleitur of- an, ljósari að neðan, nef stutt og aftur frá því að ofan gular, rauðar og svartar fjaðrir (yzt). Vængir ofurlítið flekkóttir (grátt, svart, hvítt). (Spörfugl?). Vorið 1916 (snemma í maí) voru menn á ferð um Búrfells- hraun á Mývatnsöræfum, og fundu þeir mikið af dauðum rjúp- um, t. d. rúm 20 stykki á ca. 100 metra svæði. Aths. Þegar merktir fuglar finnast, ætti að senda merkið til Náttúrugripasafnsins í Reykjavík þegar í stað. Á. F. !) Á að vera gráönd (A. strepera). (M. B.)

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.