Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 57 ..................................... Rjúpan. II. Urn ætt hennar og óðöl. Eg hefi nú rakið æfisögu íslenzku rjúpunnar að því leyti, sem hún er kunn, samkvæmt rannsóknum Faber’s og annara fræði- manna („Náttúrufræðingurinn“, V. árg., bls. 161—169). Ennþá eru ýmsir þættir æfisögu þessarar lítt kunnir eða ekki rannsakaðir til hlítar, og eg hefi því ekki fært annað til frásagnar en það, sem byggt varð á fræðilegum athugunum og öðrum stað- reyndum, sem ekki varð um villzt. Eins og eg hefi þegar tekið fram, virðist ekki sérstaklega hafa borið á neinum vanhöldum á rjúpnastofninum hér á landi fyrir 100 árum síðan, — öðrum en þeim, sem stöfuðu af eðlilegum og augsæjum ástæðum, eins og t. d. af óáran og harðindum af hálfu breytilegrar veðráttu, eða af jarðeldum. Það er t. d. oft í frásögur fært í annálum og öðrum þess háttar ritum, að fuglar hafi fallið af óáran, sem stafaði af jarðeldum (t. d. Skaftáreldum), en rjúpnafár af því tagi, sem við höfum átt að venjast á síðari áratugum, virðist þá hafa verið óþekkt. Eg hefi tekið fram nokkrar af þeim ástæðum, sem aug- ljósast virðist vera, að bendi á hverjar sé orsakir rjúpnafársins og skýrt frá athugunum, sem gerðar hafa verið bæði hérlendis og erlendis, þar að lútandi. Ber þar allt að sama brunni. Það hafa komið í ljós staðreyndir, sem gefa raunverulega fullkomna skýr- ingu á rjúpnafárinu og afleiðingum þess. Sumstaðar erlendis (t. d. Norðurlöndum, Bretlandseyjum), eru þess háttar fár eða skyndi- fækkanir í þarlendu rjúpnastofnunum alþekkt fyrirbæri, sem þar hafa verið rannsökuð ítarlega, og eru menn ekki lengur í vafa um, að orsakirnar eru þær, sem að framan greinir, — þ. e. út- rýming ránfugla, samfara óskynsamlegri veiði- og friðunar-lög- gjöf. Víða hefir verið reynt að ráða bót á þessu eftir því sem efni stóðu til, t. d. með bættri löggjöf, en árangurinn hefir orðið mis- jafn, enda er „seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann“. Er það hæpið mjög, að séð verði fyrir endann á öllum af- leiðingum þessa fárs. Það er margföld reynsla fyrir því, að öll veruleg röskun á því jafnvægi milli tegunda, sem af náttúrunnar- hendi ríkir yfirleitt í samfélagi dýranna, — hefnir sín tilfinnan-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.