Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 64
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ..................................mnmmmmnmmni....niiinit lega, (sama gildir einnig í jurtaríkinu). Menn hafa þar að jafn- aði vakið upp drauga, sem ýmist ókleift, eða mjög erfitt hefir reynzt að kveða niður aftur. Þeir menn eru til, sem tregir eru til þess að leggja trúnað á það, sem hér hefir verið sagt. Þegar rjúpan hverfur úr lágsveitunum á haustin, eru þeir sannfærðir um, að hún hafi farið af landi burt eins og farfuglarnir. Þó ætla þeir, er þessu trúa, rjúpunni harðari kosti, en öðrum farfuglum. Farfuglarnir fara ætíð til suðlægari landa, — landa ljóss og sólar. Það má rjúpan ekki gera. Hún á að fara „norður og niður“, norður í Dumbshaf, til Grænlands- óbyggða og bíða þar, unz vetrarhörkunum linnir hér í heimkynn- um hennar. Þó þeim sé bent á það, að rjúpan sé ekki farfugl að eðlisfari, heldur staðfugl, sem dvelur hér á landi allan tíma árs, vilja þeir alls ekki heyra slíkt óvita hjal. Það þýðir ekki að benda á aðra fugla, sem líkt er ástatt fyrir og rjúpunni, þ. e. eru stað- fuglar hér á landi og flakka á vetrum til og frá um landið eftir því, hvar helzt er æti að fá, t. d. snjótittlinga, auðnutittlinga, músarrindla, svo aðeins sé nefndir landfuglar, — þessi dæmi hafa engin áhrif á hina fyrirfram sannfærðu menn. Þessi litlu tittlinga- grei, sanna ekkert, koma þessu máli ekkert við. Þeir bara drepast þegar hart er í ári eða hrafninn étur þá, — já, eg gleymdi hrafn- inum áðan. Við þessa menn er erfitt að ræða, vegna þess að það er hvorttveggja, að þeir þekkja mjög lítið til lifnaðarhátta fugl- anna yfirleitt, og þessi kenning um Grænlandsflug rjúpunnar er orðin þeim að trúaratriði. Fyrri ástæðan er vorkunnarmál. Al- menningur hefir fram að þessu átt lítinn kost fræðslu um líffræði- leg (biologisk) efni, en um landafræði hefir ýmislegt verið ritað, svo að aðgengilegt hafi verið leikmönnum, og væri því ætlandi, að til meira mætti ætlast á því sviði. En Grænlandsnafnið er vill- andi, og Eiríkur rauði hefir vitað, hvað hann gerði, karlinn sá, þeg- ar hann valdi landi sínu þetta nafn. Er hann með sanni frumhöf- undur amerískra skrum-auglýsinga. Ætla margir landinu fleiri kosti, nafnsins vegna, en því ber, og þannig fæ eg aðeins skýrt það, að mönnum geti komið til hugar, að vænta rjúpunni betri lífsskilyrða þar en hér. Vegna þess að eg hygg, að þeir kunni að vera, meðal áður greindra manna, sem eigi sé með öllu blindir í þessari trú sinni á Grænlandsflug rjúpnanna, og að þeir vilji heldur leitast við að hafa það, sem sannara reynist, ef þess væri kostur, — hefir mér fundizt það ómaksins vert, að verja nokkur- um tíma til þess að taka saman ritsmíð þessa, ef „Náttúrufræð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.