Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 67
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiimimiimimiiiiimimiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimii tegundum, eða jafnvel sjálfstæðum, skýrt aðgreindum aðaltegund- um. Eins og eg hefi þegar tekið fram, er það eitt af aðal-eðlisein- kennum hænsnafuglanna, hversu þeir eru staðbundnir í lifnaðar- háttum. Einstaka tegundir þeirra, eru meira eða minna reikular og flökkugjarnar, en þó oftast innan takmarkaðra svæða, og fáir hænsnafuglar eru reglulegir farfuglar. Hænsnafuglarnir hafa þó haft tímann fyrir sér til þess að æfa sig í því, ef upplag hefði verið til, eða einhver hneigð í þá átt, því ættbálkur þessi er gamall. Þessi eðliseinkenni hænsnafuglanna, koma glöggt fram í rjúpun- um, og ef þær hefðu þegið meira af farfuglaeðlinu í vöggugjöf, mundu þær naumast hafa einangrazt jafn herfilega og þær hafa gert, og væru þær þá ekki jafn sundurleitur hópur og þær reynast vera, við nánari viðkynningu. Fjallrjú'pan (Lagopus mutus), greinist sundur í fjöldan allan af undirtegundum. Eg mun nú nafngreina nokkurar þeirra, og segja frá heimkynnum þeirra og lifnaðarháttum, að því leyti sem þeir eru sérkennandi fyrir þær. Um leið læt eg útrætt um allar aðrar rjúpnategundir, sem ekki eiga ætt sína að rekja til fjall- rjúpunnar, vegna þess, að þær koma þessu máli minna við. /s- lenzka rjúpan er skilgetin dóttir fjallrjúpunnar, en hvort hún er skyldari austrænum eða vestrænum afkomendum hennar, læt eg ósagt, því á því atriði brestur mig þekkingu. Eg veit yfirleitt ekki til þess, að nokkur samanburður hafi verið gerður á austrænum og vestrænum rjúpum, nema að eitthvað hefir verið borið saman af grænlenzkum, islenzkum og norsk-sænskum rjúpum, en þær athuganir einar nægja ekki, þegar hvorki hafa verið til saman- burðar rjúpur frá Norður-Ameríku né Síberíu. Aðalheimkynni f jallrjúpunnar í Norðurálfu eru, auk íslands, á Norðurlöndum (þ. e. í Noregi, Svíþjóð), Finnlandi og Rússlandi. Þó eru einnig sunnar í álfunni nokkurar rjúpnastöðvar, t. d. á Spáni og Frakklandi (í Pyreneafjöllum og Alpafjöllum), á Bret- landseyjum (Skotlandi) o. v. M. B. Framhald.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.