Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 68

Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 68
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimimmiiiiiiimimiiimmmimiimmmiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiimmmimmimiiliiiimiimiimiiimiiimiimiiiiiiimiiit Árangur íslenzkra fuglamerkinga. x. Innanlands hefir spurzt um: Gráönd (Anas strepera), merkt (4/135), þ. 18. júlí 1934, á Sandi í Aðaldal, í Suður-Þingeyjarsýslu. Fannst dauð hjá Kast- hvammi í Laxárdal, S.-Þ., þ. 11. des. 1934. Rauðhöfðaönd ((Mareca penelope), merkt (4/325) í júlí 1935, hjá Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu. Skotin þ. 21. jan. 1936, á Vogavík á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu. Erlendis hafa náSst: L ó u-u n g i (Pluvialis apricarius altifrons), merktur (4/934) á Sauðárkróki, þ. 25. júlí 1935. Drapst á símavír hjá Bridgend, Island of Islay, Argyll á Skotlandi. Hettumáfur (Larus r. ridibundus), ungi, merktur (5/465) á Grímsstöðum við Mývatn, þ. 26. júní 1934. Flaug á vír- girðingu og vængbrotnaði, um mánaðamótin nóv.—des. 1935, hjá Longhope á Orkneyjum. Var hafður þar í haldi um stund og reynt að græða hann, en það varð árangurslaust, og lauk hann þar sinni æfi. Skúfönd (Nyroca fuligula) ad., merkt (4/591) á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 28. júní 1935. Skotin nálægt Ennis, Co. Clare, á Irlandi, snemma í janúar 1936. (Sjá „Irish Independent“ 9. jan. 1936). M. B. Ritsjá. Johs. Boye Petersen: On some Algae from Grimsey. Botan. Tidsskrift, 43. Bd„ 4. Hefte, Kbh., 1935. Höfundurinn hefir unnið úr gögnum, sem Mr. Eustace W. Jones safnaði í Grímsey 1933. Einungis vatnaþörungar eru teknir til meðferðar. Þarna fundust: 6 tegundir af blágrænþörungum (Cyanophyceae). 55 tegundir af kísilþörungum (Diatomea).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.