Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 10

Skírnir - 01.01.1920, Side 10
4 Jóhann Sigurjónsson. [3kírnir ekkert efni gat legið betur við glæsilegustu skáldko3tum hans en einmitt þetta. Hann átti ekki höfuðstyrk sinn í óvenjulegum vitsmunum, frumlegri og djúpri hugsun, held- ur ekki í máttugum dramatískum tökum á efn;nu. Hann náði hæð sinni í óbundnum mansöngvum og náttúruljóð- um, oft höfgum af skáldlegri fegurð. Hann var ekki raun- sæisskáld, og það sýnir misskilning á eðli gáfu hans, að honum hefir veríð lagt það til lýta, að persónur hans tala öðruvísi en hversdagsmönnum er titt. Ástarjátningar Höllu og Eyvindar falla í ljóðfleygum líkingum, lyftast yfir jörð- ina á hvítum vængjum. En það er rangt að telja þetta tilgerð eða halda því fram að skáldskapur hans verði þar fyrir ósannur. Því að funinn í samtölunum á sér loga. að baki, tilfinningarnar eru alstaðar ríkar og sannar. Halla og Eyvindur hafa lifað og elskað í sál skáldsins og mann- legt hjarta slær í hverju orði, sem hann leggur þeim í munn. Áður en Jóhann skóp F j a 11 a - E y v i n d gekk hann Kjalveg, frá norðri til suðurs yfir ríki útilegumannsins. Verk hans ber þess vott að hann hefir litið skáldsaugum hálendi Islands, hugfanginn af stórsýn þess og æfintýra- legri fegurð. í samtölum leiksins bregður fyrir tilkorau- miklum öræfamyndum, þær eru dregnar í fáum, hreinum linum og það andar í þeim kaldur, bjartur hájöklablær. Meistaralegur er 4. þáttur leiksins, síðasta stund Höllu og Eyvindar. Þau hafa setið ein og soltið i kofa sinum dögum saman. Stórhríðin hamast úti fyrir. Eyvindur er sjúkur af hungri, talar um hrúta, sem geti ekki gengið fyrir fitu, — hann gæti orðið saddur af lyktinni af heitu kjöti. Höllu er þungt i skapi, hún svarar stutt og kulda- lega, biður hann að tala ekki um mat, sér verði ilt af því. Eyvindur fer að hugsa um dauðann og hinn mikla dómara. »Eg á blóðdrefjar af fótunum á mér á mörgum steini í öræfunum; þeim safnar þú og sýnir honum — þá fæ eg vægari dóm«, segir hann við Höllu. »Viltu ekki fara að skæla«, svarar hún. »Eg skal safna tárunum og sýna hinum mikla dómara«. Hví svarar hún honum háði

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.