Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 18

Skírnir - 01.01.1920, Side 18
12 Jóhann Sigurjónsson. LSkirnir Ibsens frá yngri árum þeirra. Ekkert af ritum kans þolir neinn samjöfnuð við Sigurð Slembi eða Kongsemnerne. Hið bezta, sem kann kefir skapað, er fylt skáldlegri glóð og klætt undurfögrum, litmiklum búnaði. Ljóðgáfa hans var frá uppphafi augljós og frjó og vald hans yfir formi sjónleiksins fór vaxandi með kverju nýju riti. Oðal kins dramatiska skálds er barátta mannanna við örlög og ástæður, líf þeirra í flækjum og andstreymi. Styrkur þess sést ef til vill bezt á þeim samtölum og atburðum, þar sem stríðið er þreytt, viljarnir takast á, kugirnir komast i uppnám og birtast, andstæðurnar opinberast — í stórum og blæríkum sennum, sem eru lífið i viðburðunum og bera rás þeirra fram til úrslita. Jókann hefir að minsta kosti skapað tvo þætti þessa eðlis, sem sýna óvenjulega dramatiska gáfu. Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur eiga eflaust langt lif fyrir sér á islenzku leiksviði. Og þegar meta skal Jóhann Sigurjónsson mun því aldrei verða gleymt, að hann er ekki einasta merkur af ritum sínum, keldur engu síður af hinu, að í kjölfar hans sigldu ný- islenzkar bókmentir yfir hafið. Kristján Albertsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.