Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 21

Skírnir - 01.01.1920, Page 21
Skírnir] Dr. Panl Carns 15 Heima fyrir var hann allra manna skemtilégastur og lék Þá á alls oddi með konu sinni, börnum og vinum og kryddaði allar sínar ræður á svo margvíslegan hátt, skjót- an og skarplegan, að hver maður undraðist, sem heyrði. Hann gat sagt menningarsögu Evrópu á einkennilega skrítinn og frumlegan hátt á 5—10 mínútum. Skólabörn- um heyrði eg hann útlista á jafnstuttum tíma heimspeki Kants, er þyngst þykir allra fræða, svo hvei’t barn mátti skilja. — Skarpleiki og orðfæri hélzt í hendur við lær- dóm hans og kunnáttu. Hann var og stærðfræðingur með afbrigðum, sem hér er erfitt að lýsa, og skáld, þegar hann vildi það við hafa. Enska tungu ritaði hann með meiri snild en flestir innfæddir menn. Heimspeki Carusar. Carus helgaði »Open Court« og nálega öll rit sín trúarbrögðum vísinda (Religion of Science), en heimspeki sínayfirleittkallaðihannýmist »monisma« eða »meliorisma.« Aldrei náði þó kenning hans að því leyti, sem hún var frábrugðin skoðunum annara »positivista«, miklu fylgi, hvorki hjá trúleysingjum né trúmönnum. Trúleysingjar kváðu hann p r e d i k a , en ekki filosofera eða rökræða, eu kirkjumenn kváðu það illa fara saman hjá heimspek- 1Qgi að trúa á guð, en neita þó tilveru sálar og ódauðleika, °g flestir kváðu monistann Carus enda á tvískifting til- verunnar, sögðu og, að hans meliorismi (o: batnandi heim- ur) yrði að bölheimi. Rök þessara andstæðu kenninga Carusar þykja vera þau, að hann framfylgdi einstreng- ingslega náttúruspeki kennara síns, vinar síns hins fræga Haeckels, er var 20 árum eldri, en þó ekki lengra en vís- mdin náðu. Guðstrúnni slepti Carus aldrei. — Guð er, sagði hann, i öllu og yfir öllu, en þó ekki sama og náttúran; hann er ekki persónulegur, heldur yfirpersónulegur; hann er alveldið, sem gerir vart við sig hjá illum sem g°ðum, röddin eilífa ofar öllu lögmáli, er segir: »sursum c°rda« (upp hjörtu).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.