Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1920, Qupperneq 30

Skírnir - 01.01.1920, Qupperneq 30
24 Hvenær er Jón Arason fæddur? [Skírnir Eg hygg að röð barnanna sé eftir aldri og ætti Ari þá að vera elztur og fæddur 1508. Hann hefði þá verið að- eins 21 árs, er hann var kosinn til lögmanns 1529. Von var, að mönnum þætti hann heldur ungur til að takast á hendur svo vandasamt og veglegt embætti.1) En þó Jón Arason héldi börnum sínum mikið fram, ofmikið að mínu áliti, þá mundi hann varla hafa treyst sér til að þrýsta mönnum til að kjósa liðlega tvítugan ungling í lögmanns sætið. Þótt Ari hefði verið svo sem 4 árum eldri eða 25 ára, sem eg hygg víst, að hann hafi verið, þá gat ög- mundi biskupi og mörgum öðrum góðum mönnum þótt þessi »dándisveinn« samt of ungur til að ganga undir slíkan vanda.2 3) A alþingi 1531 og 1533 gengu tveir merkilegir dóm- ar, sá fyrri um lausamenn8), og hinn síðari um ýmisleg málefni landsins, þar á meðal, að svarinn sáttmáli haldist kongs vegna og kirkju4), og segir Jón Sigurðsson, að Ara lögmanni sé eignað að hafa átt mestan þátt í þessum dómum5 6). Ef Ari hefir verið fæddur um 1508 og hafi hann átt mestan þátt í þessum merku dómum, hefir hann verið óvenjulega bráðþroska. En eg hygg, að þetta sýni meðal annars, að Ari hafi hlotið að vera nokkru eldri, varla fæddur síðar en 1504. Næstelztur hefir Magnús verið, og ætti eftir fyrsögðu að vera fæddur 1509. Hann var vigður til prests af ög- mundi Skálholtsbiskupi 1529,°) og hefði þá átt að vera tvítugur, en þetta er ómögulegt samkvæmt framansögðu. Þótt iögmundur vígði hann í vinsemdarskyni við föður hans, er engin ástæða til að halda, að hann hefði farið að brjóta lög kirkjunnar hans vegna. Þess er lika beint út getið í vígslubréfinu, að síra Magnús hafi fengið lög- ’) Safn tll Sögn ísl. II bls. 203. 3) 1. c. 3) í'ornbréfasafn IX nr. 480 bls. 579—89. 4) 1. c nr. 550 bls. 668-70. 3) Safn 1. c bls. 116. 6) Fornbréfas. 1. c nr. 512 bls. 621.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.