Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 32

Skírnir - 01.01.1920, Page 32
26 Hvenær er Jón Araron fæddur? [Skírnir Af öllum þessum rökum saman lögðum þykir mér, ef ekki beint sannað, þá mjög miklar líkur vera fyrir því, að Jón biskup hafi í raun og veru verið alt að því 10 árum eldri, enda kemur það miklu betur beim við aldur sona hans, og ýmsa atburði í lífi þeirra, Þá er og írásögnin um ummæli ábótans alveg eðlileg, en óhugs- andi, að hún sé alveg gripin úr lausu lofti. Loks skai þess getið, að æfisögubrotið eftir Odd bisk- up, virðist vera talsvert mótsagnakent, svo reyndar er hæpið að byggja mikið á því, en ýms atriði virðast bein- línis styrkja þá skoðun, sem hér er haldið fram. Það byrjar1) með því að segja, að Jón biskup hafi verið fædd- ur 1484, og heldur svo áfram, eftir að hafa skýrt frá for- eldrum hans, á þessa leið, »vann hanu fyrir móður sinni . . . . til þess hann hafði fjóra um tvítugt; eftir það fór hann til Hóla .... Síðan var hann á Hólum til þess hann var vígður til prests.< Hér er auðsjáanlega gert ráð fyrir, að hann hafi dvalið á Hólum nokkra stund, og ef til vill lengi, áður en hann vígðist. Svo heldur sagan áfram. »Eftir það hann var vígður (hve lengi er ekki talað um, en það getur hafa verið lengi, hann getur t. a. m. hafa verið kirkjuprestur á Hólum) var hann skikkað- ur til Helgastaða, en hann var þar ekki utan ár. Og á meðan hann var þar, fekk hann sína barnsmóður Helgu Sigurðardóttur« o. s. frv. Þar sem nú það er alveg vist, að Jón var orðinn prestur að Helgastöðum 1507, getur þessi frásögn ómögulega samrýmst við það, að hann sé fæddur 1484. Ártalið, sem menn annars hafa einblínt á, er því rangt bæði samkvæmt þessari frásögn, og þeim rökum, sem hér hafa verið færð. Hvernig það hefir at- vikast, að fæðiugarárið er rangt, er ekki hægt að segja neitt ákveðið um. Það getur hafa misskrifast í fyrstu, eða rangt hefir verið lesið úr rómversku tölunum af af- riturum. En hvernig sem því er varið, verð eg að telja það alveg ábyggilegt, að ártalið 1484 sé rangt og að hið •rétta fæðingarár Jóns biskups sé alt að 10 árum fyr. ') Biskupas. II bls. 625—26.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.