Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 34

Skírnir - 01.01.1920, Side 34
28 JElias Lönnrot og Kalevala. [Skirnir ur, sérstaklega eftir að hinn nýi dagur rennur með báð- um þjóðunum og það um likt ieyti. En út í það skal ekki farið frekar hér. Svo sem kunnugt er hafa tvær tungur um langan aldur lifað á Finnlandi samhliða, finska og sænska. Og finska ljóðadísin hefir notað jöfnum höndum báðar þessar tungur. En svo ágæt ljóð, sem þar hafa kveðin verið á sænska tungu — því til sönnunar nægir að nefna nöfn eins og Runeberg, Franzen, Cygnæus, Topelíus, — þá eru það ekki hin sænsk-finsku ljóð, heldur fyrst og fremst hin þjóðlegu finsku ljóð, sem gert hafá Finnland að »söngvanna landi« í meðvitund hins mentaða heims. Þessi ljóð, sem lifað höfðu öldum saman óskrifuð á vörum finskrar alþýðu og fyrst voru í letur færð á fyrri hluta næstliðinnar aldar, hafa skapað ljóðafrægð Finna. En þau hafa gert meira en það. Þau hafa vakið sjálfsvitund þjóðarinnar. Þá fyrst, er áhugi Finna á þeirra eigin þjóðlegu fræðum vaknar, lifnar yfir þjóðar-sjálfsvitund þeirra og fæðingardagur hinna finsku bókmenta rennur upp. í vissum skilningi mætti að vísu tala um fæðingardag finsku bókmentanna nálega þrem öldum fyr. A eg þar \ið það, er fyrsti lúterski biskup Finna, Mikael Agricola útleggur Nýja testamentið á finska tungu, ennfremur all- mikla kafla Gamla testamentisins, svo og bæði tíðabækur, bænabækur og trúkenslubækur. Þó mun réttara að segja, að þar fæðist finska bók m á 1 i ð. 0g enda þótt útgefið væri næstu aldirnar eftir siðaskiftin allmikið af ritum á finska tungu, þá er það nálega eingöngu trúarlegs efnis og eðlis, ætlað finskri alþýðu til trúarstyrkingar og sálu- bóta. Um þjóðlegar finskar bókmentir er þar alls ekki að ræða. Lærða menn áttu Finnar að vísu á þessum öld- um. En þeir, sem bækur skráðu annars eðlis en trúarlegs, notuðu alls ekki finska tungu, heldur latneska eða sænska. Þess vegna hafa beztu og lærðustu menn Finna á eldri tíð, menn eins og hinn ógleymanlegi Henrik Gabriel Porthan (t 1804) og lærisveinar hans, svo miklir áhrifamenn, sem

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.