Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 38

Skírnir - 01.01.1920, Page 38
 32 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skírnir Austur-Finnlandi. í Paikkarí fæddist Elias árið 1802 og var 4. barnið í röðinni af alls sjö. Nokkurum dögum eftir fæðingu sveinsins var farið með hann til skírnar og ein af grannkonum fengin til þess að íiytja hann til prestsins. En vegurinn var langur og veðrið slæmt og sveinninn grét alla leiðina í umbúðum sinum. Varð alt þetta til þess, að konu-garmurinn, sem barnið flutti, stein- gleymdi á leiðinni þeim tveimur prýðilegu nöfnum, sem faðir þess hafði sagt, að barnið skyldi skírast. Var nú úr vöndu að ráða. Konan tjáði presti óhapp sitt að hafa gleymt nöfnunum og beiddist liðsinnis hans. Varð það loks að samkomulagi með þeim konunni og prestinum, að sveinninn skyldi kallast Elías. Segir sagan að foreldrum barnsins hafi mjög mislíkað nafngjöfin. Síðari tímar hafa aftur þózt sjá fingur forsjónarinnar í þessu atriði, fagran fyrirboða þess, að hann skyldi verða spámaður fyrir þjóð sína, sem svo fagurlega hafi komið á daginn. Á heimili Paikkarí-klæðskerans skipaði örbirgðin önd- vegi lengst af. Alger bjargarskortur var þar enda ósjald- séður gestur. Mjólkursopi og brauð, þar sem oftast var berki blandað í mjölið til drýginda, var venjulegasta viðurværið og það einatt af mjög skornum skamti. Elías litli var snemma í ýmsu ólíkur öðrum börnum, ógnarleg rola, sem ekki hraut orð af vörum tímum saman. Hið eina, sem hann virtist hafa nokkuð gaman af, voru bæk- ur, en þeirra var ekki mikill kostur á heimilinu, nema helzt guðsorðabóka. En alt, sem Elías litli las, festist honum svo í minni, að hann kunni það reiprennandi utan- bókar, enda las hann sömu bækurnar aftur og aftur. Sér- staklega valdi hann til þess þær stundirnar, sem hin börnin voru að leikum. Þá kleif hann upp í tré með einhverja bókina og geymdist þar timum saman. I tali var hinn annars svo fámálgi sveinn einkennilega skýr og greindarlegur, svo að orð hans vöktu snemma athygli manna og festust þeim í minni. Aldrei heyrðust kvört- unarorð af vörum hans, þótt oftlega kendi hann sultar. Einhverju sinni beiddi hann svangur móður sína um bita

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.