Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1920, Page 82

Skírnir - 01.01.1920, Page 82
76 ísland 1919. [Skírnir einkasölu á kolum í janúarmánuði og á korni í febrúar, en að öðru leyti hafði stjórnin ekki lengur bein afskifti af verzluninni. Einnig má það teljast með bættum ástæðum verzluuar og viðskifta, að illræmdri skeytaskoðun Breta var lótt af 23. júlí. Um siglingar og sjávarútveg er það að segja fyrst, að floti landsmanna var svipaður á þessu ári og árið áður og samgöngur álíka, og beindust siglingarnar og þar með viðskiftin í sömu áttir og fyr, sem só til Danmerkur og Ameríku. Farmgjöld voru lækk- uð hjá Eimskipafólaginu á öndverðu árinu, og nam sú lækkun um 37—47 kr. á hverja smálest. Aflabrögð hafa verið sæmileg víðast. í janúar var góður afli sunnanlands og í aprílbyrjun komu flest seglskipin við Faxaflóa með ágætisafla, 30—50 þÚBund á skip, og í nóvember var mokafli við Yestfirði. En töluvert hefir þorskurinn nú snúið á sjómenn og fiskifræðinga, því nú lætur hann draga sig sílspikaðan við Vest- firði, þegar menn bjuggust sízt við houum um þær slóðir. Botnvörpungaflotinn hefir aukist á árinu um 3 skip og 14 önnur eru í smíðum, 11 < Englandi og 3 í Þyzkalandi, og yfirleitt aflað sæmilega, en sala fiskjarins gengið misjafnlega. í janúar seldi Víðir afla sinn fyrir 7199 steriingspund, og mun það hæsta verð, sem fengist hafði til þess tíma. I febrúar gekk salan miklu ver, og fengu botnvörpungarnir, sem þá fóru, að eins um hálft verð, og kom það af verkföllum og þar af leiðandi samgönguteppu þar Bem selja átti fiskinn, sem só í Englandi. f>á horfðist einnig illa með fisksöluna eftir brezku samningunum.—Bretar vildu, þegar til átti að taka, að eins kaupa þann fisk, sem samið hafði verið um með lægra verðinu. Megnið af pví, sem eftir var, var þó að lok- um selt einum manni < Rvík fyrir 272 kr. skippundið. Síldveiðin gekk heldur treglega. í maí—júní varð nokkuð vart síldar í Faxaflóa, og var höfð útgerð úr Reykjavík 1 fyrsta skifti í því skyni, og munu hafa aflast um 6 þúsund tunnur. En slldin þótti rýr, og talið tap á útgerðinui. Annars var síldveiðin rekin á fyrri veiðistöðvum við Norður- og Norðvesturland, og telja margir að síldin muni vera að færast vestur og suður með landinu. Nokkur verkafólksekla- var um tíma í veiðiscöðvunum, og var sum- Btaðar um tíma boðið 5 kr. í kaup um tímaun, ef fólk fengist. —' Áreiðanlegar sk/rslur um aflann eru ekki til, en < vertföarlok var tallð svo, að aflast hefði á Siglufirði 77 þúsund tunnur, á Vest- fjörðum 28 þúsund tunnur, á Ströndum 25 þúsund tunnur og á Eyjafirði 40 þúsund tunnur. Auk þess kváðu Norðmenn hafa

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.