Hugur - 01.01.2000, Page 15

Hugur - 01.01.2000, Page 15
HUGUR Heimspekingar um eðli kvenna 13 legar kenndir eða ástríður. Tilfinningar eru því truflunarvaldar í ríki skynseminnar. Hið háleita markmið skynsemisverunnar er að stjórna tilfinningum, stjórna líkamlegum ástríðum og kenndum með skyn- semi.9 En þessi tvíhyggja tilfinninga og skynsemi gerir að verkum að konur eru sökum nánari tengsla sinna við hið dýrslega og náttúrulega taldar vanhæfar um rökhugsun. Þetta getur beinlínis skapað hættu, eins og Hegel skrifar í Réttarheimspeki sinni, en þar lýsir hann hinum „náttúrulega“ mismun kynjanna með eftirfarandi hætti: „Hið raunverulega, eiginlega líf karlsins er á hinum opinbera vettvangi ríkisins, í vísindum og þess háttar, og ennfremur í glímu við og vinnu með umhverfi sitt og við sjálfan sig.“ Hið eiginlega hlutverk konunnar er aftur á móti innan fjölskyldunnar. Hegel bætir síðan við að konur geti að vísu menntast, en þær eru ekki hæfar til að stunda „æðri vísindi, heimspeki og ákveðnar gerðir listsköpunar" sem krefjast færni til að hugsa samkvæmt almennum lögmálum. Þessi vanhæfni skapar hættu sem getur stafað af konum, sem Hegel orðar með svofelldum hætti: Ef konur eru í forystu ríkisstjórnar er ríkið í hættu, því konur breyta ekki samkvæmt almennum lögmálum, heldur samkvæmt tilviljana- kenndum tilhneigingum og skoðunum.10 Vegna þess að konur eru tilfinningaverur er þeim semsé ekki treyst- andi fyrir pólitískum embættum. Það gerir þær hins vegar hæfar til annarra verka. Rousseau fullyrðir að í ljósi þess að konur eru náttúru- legri og tilfinningalegri séu þær gæddar hagnýtri skynsemi sem nýtist þeim í búsýslu, barnauppeldi og til að halda karlinum ánægðum. Konan á bæði að vera dygðug húsfreyja og tælandi eiginkona. Konan getur verið fyndin og skemmtileg, klók og jafnvel slóttug. Ef konan fer að nota skynsemi sína, verður hún öðrum byrði og hún gerir sig að karli, eins og Rousseau orðar það. Um þetta fjallaði Rousseau í hinu fræga uppeldisriti sínu Emil, en það gleymist oft að þar fjallaði ’ Sbr. orð Sókratesar um að við dauðann losni hann úr viðjum hins líkamlega og hins tilfinningalega. Platon, Faídón, í þýðingu Sigurðar Nordal, í Síðustu dögum Sókratesar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1973, bls. 114-115. 1 0 Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Grundlinien der Piúlosophie des Rechts, § 166, Frankfurt. M: Suhrkamp (Theorie Werkausgabe), 7. bd., bls. 320.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.