Hugur - 01.01.2000, Side 22

Hugur - 01.01.2000, Side 22
20 Sigríður Porgeirsdóttir HUGUR Það er ekki nóg með að Gunnar haldi fast í hefðbundna líffræðilega eðlis- og tvíhyggju. Hann sekkur líka á bólakaf í mæðrahyggju, sem gamla mæðrahyggja Kvennalistans fölnar í samanburði við. Það er ekki nóg með að „eðli lífsins" sé „eðli móðurinnar“ (bls. 43), heldur er það líka eðli Maríu meyjar. Mæðrahyggja öðlast nefnilega kirkju- legan grundvöll í meðförum Gunnars. Guðrún sem er íhugul stúlka á þröskuldi fermingarinnar veltir að sjálfsögðu fyrir sér guðdóminum og kirkjunni. Gunnar lætur Guðrúnu komast að því að hún trúi á heilagan anda og að henni finnist Páll Postuli úrvals maður. Hún aðhyllist ekki einungis kirkjuna heldur líka, eftir nokkra umhugsun, sjálfa Þjóðkirkjuna. Maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum hann láti stúlkugreyið játast ákveðnum stofnunum eins og Þjóðkirkjunni - (það vantar bara að hann láti hana velja stjórnmálaflokk líka). Þetta getur vart verið annað en markaðs- setningartækni. Bókin á að verða tilvalin gjöf fyrir fermingartelpur.19 Að vísu færir Gunnar önnur rök fyrir því að Guðrún styður Þjóðkirkj- una. Karlar hafa svert hinn upprunalega boðskap kirkjunnar og nú er það hlutverk kvenna eins og Guðrúnar að gerast ræstingakonur sem „þvo[ij þessi óhreinindi burtu“ (bls. 173). Raunin er sú að karlar eru blórabögglar samkvæmt mannkynssögu- skoðun Gunnars. Karlar hafa lengst af stjórnað og ráðið ríkjum sem gerir þá ábyrga fyrir því sem hefur misfarist í menningu okkar. Gunn- ar vill hins vegar gera eðli karlsins ábyrgt. Karlar hafa alltaf sóst í völd og vilja bara vera „boss,“ eins og Gunnar skrifar. Karlmanninum tekst ekki að ráða niðurlögum „drekans illa, karlmannsins í sjálfum sér“ (bls. 179). Það hvarflar samt ekki að höfundi að karlar gætu hugsanlega breytt eðli sínu. Öðru nær því Gunnar efast um réttmæti þess að afneita eðli sfnu (bls. 176). Hver ætli banni það? Ekki fæst svar við því. Hugsanlega er það náttúran því þessi skipting kynhlut- verka sem hér er dregin upp mynd af virðist vera náttúrulögmál. Gunnar sér ekki þörf á að losna úr viðjum þeirrar tvíhyggju sem njörvar karleðlið með þessum hætti. Honum nægir að skipta út einsýni karla fyrir innsæi kvenna. Að vísu ætlast hann ekki til að Reyndar gaf sama bókaforlag út tvær aðrar bækur á sömu jólavertíð sem eiga að höfða til annarra markhópa kvenna. Lofræðurnar um Móður Teresu og um Díönu prinsessu fela óneitanlega í sér skilaboð um æskilegar dygðir sem sérhver dáindiskvinna ætti að vera prýdd. 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.