Hugur - 01.01.2000, Side 23

Hugur - 01.01.2000, Side 23
HUGUR Heimspekingar um eðli kvenna 21 konur taki völdin í sínar hendur. Konur eru verurnar sem ásælast ekki völd. Valdabrölt er bara fyrir karla. Konur eru líka blessunarlega lausar við rökhugsun sem er karllegs eðlis. í einum kafla bókarinnar þar sem Guðrún virðir bræður sína fyrir sér þar sem þeir brjóta heilann yfir ljóðagerð stillir Gunnar upp andstæðum karlegrar rökhugsunar, sem hann segist einkennast af „flatarmálshugsun" — hvað er nú það? — og „orðgreiningarheimspeki“ og hins kvenlega innsæis Guðrúnar (bls. 56). Guðrún hristir höfuðið yfir bræðrum sínum sem henni finnst skorta raunverulegan skilning. Það gegnir öðru með hana og köttinn hennar sem hún strýkur í sömu andrá: „Eg skil hann og hann skilur mig“ (bls. 57). Vitaskuld þegja báðar, stelpan og málleysinginn, en Gunnar telur, eins og Aristóteles forðum, að „hógvær þögn sé höfðuðdjásn kvenna." Það kemur gleggst fram í lýsingu hans á móður Guðrúnar sem brosir og „segir ekki neitt.“ Og Gunnar heldur áfram: „Allar ræður hennar eru verk. Allar dýpri hugleiðingar hennar birtast í augnatilliti, fasi og látbragði. Móðir mín er vitur. Hún er of vitur til þess að nokkur taki eftir því hvað hún er vitur“ (bls. 134). Mætti ekki álykta út frá þessum órum um þögla visku kvenna að það ætti að fyrirskipa konum að þegja í guðshúsi (og annars staðar) eins og kveð- ið var á um í lögum kirkjunnar fyrr á öldum? Skilaboðin til markhóps fermingarstelpna eru augljós: Þær eiga ekki að sækjast eftir völdum. Líklegast eru þær því ekki hæfar í stjórnmál, eins og Hegel segir. (í besta falli gætu þær orðið friðar- englar stjórnmálanna.) Þær eiga að forðast rökhugsun og stóla á inn- sæið (annars refsar líkaminn þeim). Þær eiga að bjarga kirkjunni (væntanlega neðan frá) og snúa heiminum til betri vegar. Gunnar segir þeim að vísu ekki hvernig þær eigi að gera það. Líkast til með því að gera ekki neitt. Einungs með því að vera það sem þær eru, strjúka kisu, horfa út um gluggann, hugsa sitt, velkjast í eigin visku og „dansa,“ en síðasta dagbókarinnfærsla Guðrúnar er eimitt ,,[o]g ég ætla að dansa“ (bls. 191). Þótt andskynsemishyggja Gunnars Dal sé ekki viðunandi, er það virðingarvert að reyna að sýna fram á vitsmunalegt inntak innsæis, tilfinninga og líkamlegra kennda. Það hafa fleiri heimspekingar gert, t.d. Nietzsche, sem var postuli hinnar „stóru skynsemi" hugar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.