Hugur - 01.01.2000, Side 27

Hugur - 01.01.2000, Side 27
HUGUR Lífsþjáningin, leiðindin og listin 25 hluti af B.A.-verkefni og kallast þar „Samrœða náttúrunnar og íslend- ings.“ í ritgerð sinni nefnir höfundur raunar að þessi samræða hafi lík- lega verið þýdd yfir á íslensku í tvö önnur skipti, en segist ekki hafa getað rakið slóðir þessara þýðinga.3 Að frátöldu þessu vinmarga verki, sem fjallar um þá ógæfu að vera maður, og þá sérstaklega Islendingur, en hefur raunar mun víðari tilvísun, þekki ég svo aðeins til minnar eigin endursagnar á öðrum prósa sem birtist árið 1996 og nefnist á íslensku „Saga mannkyns,“ en það er kaldhæðnisleg frásögn af upp- runa mannkyns sem er ætlað að skýra eðlislægt tilvistarböl mannsins. Svo virðist sem hér sé íslensk ritaskrá Leopardis upptalin. Ekki einu sinni eitt einasta ljóð er að finna eftir hann í íslenskri þýðingu, enda þótt hann þyki enn einn af stórmennum ítalskrar ljóðagerðar. Umfjöll- un um hann hefur þó verið enn rýrri og mér sýnist sem ekkert hafi verið um hann fjallað á íslensku. Að vísu er að finna lokaritgerð frá síðastliðnu vori um hugmyndir hans og bölsýni, en þetta er ritgerð til B.A.-pröfs í ítölsku og því skrifuð á ítölsku.4 í ljósi þessara slælegu kynna íslendinga af skáldinu, finnst mér ég varla komast hjá því að gefa örstutt yfirlit yfir ævi hans áður en ég tek á inntaki hugmyndanna. Að frátaldri þeirri staðreynd að hann er fæddur árið 1798 og á því tveggja alda afmæli á þessu ári er ekki margt í ævi hans sem gæti talist tilefni til fagnaðar. í nokkurra lína formála að þýðingu sinni á prósanum um örvilnaða íslendinginn segir Ólafur Gíslason um Leopardi að „bölsýni hans [megi] sjálfsagt rekja til biturrar persónulegrar reynslu“5 hans sjálfs. Þetta er ekki óalgeng túlkun. Þótt ljóðum Leopardis hafi verið hampað sem framúrstefnu- legum snilldarverkum var heimspeki hans almennt hafnað sem einberu væli í þunglyndum krypplingi. Einn þekktasti ítalski heimspekingur þessarar aldar, Benedetto Croce, áleit sem svo að heimspeki Leopardis mætti, einsog hann sagði, „setja fram í afar fáum orðum, sem kenn- ingu um illsku, þjáningu, hégóma og verðmætaleysi tilverunnar, sem [...] í eðli sínu væri ekkert nema tjáning eigin eftirsjár og biturleika.“6 3 Ragna Haraldsdóttir: Samrœða náttúrwmar og íslendings. Að þýða úr ítölsku, bls. 5, nmgr. 5. 4 Berglind Bragadóttir: Tesi di un’Islandese su Giacomo Leopardi e il „pessimismo malinconico. “ 5 Formáli að Leopardi: „Samtal náttúrunnar og fslendings," bls. 179. 6 Tilvitnun tekin úr Origo/Heath-Stubbs: Giacomo Leopardi. Selected Prose and Poetry, bls. 104.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.