Hugur - 01.01.2000, Síða 29

Hugur - 01.01.2000, Síða 29
HUGUR Lífsþjáningin, leiðindin og listin 27 t.d. hvað varðar líkingamál, sem margir myndu telja að inntaki róm- antískar. Enda er hann vanalega talinn í hópi þeirra rómantísku skálda sem voru undir sterkum áhrifum klassískra grískra og rómverskra bók- mennta, ásamt til dæmis John Keats og Friedrich Hölderlin. Heilsuleysi Leopardis var honum sífelldur fjötur um fót. Hann þráði alla tíð að sleppa burt frá heimastað sínum, Recanati í héraðinu Le Marche við miðausturströnd Ítalíu, sem á þessum umbrotatímum var undir stjórn klerkastéttarinnar og hugsanlega afturhaldssamasta svæði landsins. Árið 1822 komst hann loks burt og fór þá til Rómar, þar sem hann dvaldi í nokkra mánuði, og var mikið frá heimaslóðum eftir það, en fór þó aldrei út fyrir landsteinana. Árið 1828 var honum raunar boðin staða við háskólann í Bonn, en hann taldi heilsu sína of tæpa fyrir dvöl á norðurslóðum og afþakkaði boðið. Árin frá 1822 til æviloka árið 1837 voru því samspil ferðalaga, skrifa og sífelldra veik- inda, en það sem olli honum mestu hugarangri var eflaust árangurs- leysið í ástamálum. Enn og aftur varð hann óendanlega ástfanginn af hinum ýmsu konum, en fékk fyrir vikið aldrei meir en innblástur fyrir tregafull ljóðin. Þessuin göfugu konum getum við hiklaust þakkað fyrir að hafa stuðlað að tilurð ljóðanna. Ofan á öll hin veikindin. þar á meðal ástsýkina, tók Leopardi svo kóleru árið 1837, sem batt enda á bæði þjáningar hans og hann sjálfan sama ár. Hvað sem líður sanngildi túlkana á hugsun Leopardis á grundvelli persónulegrar reynslu hans, þá tel ég engan veginn sjálfgefið að leita til slíkra túlkana. Þær geta vissulega verið forvitnilegar á margan hátt, en helsti galli þeirra er sá að þær skýra burt þær kenningar og hug- myndir sem teknar eru til athugunar-skýra þær burt sem óráðshjal í sjúkum huga. Mig langar heldur að skoða hugmyndirnar á þeirra eigin forsendum-óráðshjal sjúkra huga er oft býsna snjallt-og leitast fremur við að tengja þær þeim menningarlega veruleika sem þær verða til í. Þannig held ég að þær geti jafnvel varpað einhverju ljósi á okkar eigin veruleika, því sá er auðvitað afsprengi hins fyrri. En bíðum með slík loforð. Það sem sérstaklega einkennir heimspeki Leopardis er að hún er bæði í senn þegin að nokkru frá upplýsingarstefnu átjándu aldarinnar og harkalegt viðbragð við henni. Einkum er það heimsmyndin sem hann tók í arf frá upplýsingunni. Hér á ég raunar fyrst og fremst við annars vegar frönsku efnishyggjuna og hins vegar bresku raunhyggj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.