Hugur - 01.01.2000, Side 37

Hugur - 01.01.2000, Side 37
HUGUR Lífsþjáningin, leiðindin og listin 35 Einsog við höfum séð, er ástæða þess að leiðindin herja á manninn sú að hann áttar sig á markleysi eigin nautnaþrár. Leiðindin grundvall- ast semsagt á skilningi á eðli manns og heims. Að dómi Leopardis er hér um afleiðingu skynsemisþróunar, sem hann lítur raunar fremur á sem „skynsemisúrkynjun." Hann greinir tvö stig eða tvær tegundir skynsemi: hina fyrri kallar hann „frumstæða“ og hina síðari „sögu- lega“ skynsemi. Hin frumstæða er tegund skynsemi sem allar lífverur búa yfir og hún er í fullum samhljómi við náttúruna. Virkni hennar er einfaldlega sú að gera lífverum kleift að gera einfalda gildisdóma sem eru afstæðir við tegund hverrar lífveru fyrir sig. Ef ég er svangur, þá segir frumstæða skynsemin mér að matur sé eitthvað „gott.“ Þannig er hún lífsnauðsynlegt tæki sérhverrar lífveru svo lífveran geti lagt mat á hlutina og umhverfi sitt í eigin þágu.23 Þar sem slíkt mat er þannig, afstætt við sérstaka hagsmuni viðkomandi lífveru hjálpar frumstæð skynsemin til við að skapa hamingjusamt líf. Hina „sögu- legu“ skynsemi telur Leopardi hafa orðið til úr hinni frumstæðu. Með aukinni reynslu mannsins jókst metnaður skynseminnar og einhvern tíma lét hún sér ekki lengur nægja að leita sanninda sem eru afstæð við hagsmuni lifandi vera og þess sem gagnaðist lífi þeirra, heldur krafðist nú sanninda sem eru sönn hvernig sem á er litið, eða algildra sanninda. Vettvangur, eða við getum sagt, stofnun, hinnar sögulegu skyn- semi er heimspekin, þá í þessu tilviki upplýsingarheimspeki átjándu aldarinnar, og því kannski enn frekar vísindin. A upplýsingaröldinni voru heimspekingar nefnilega gjaldgengir samfélagsmeðlimir þar sem vísindin voru enn flokkuð sem undirgrein heimspekinnar. Og söguleg skynsemi, í skilningi Leopardis, er einmitt hin sundurgreinandi og stærðfræðilega rökvísi vísindalegra framfara og siðmenningarþróun- ar.24 Fyrir manninn felst mein þessarar skynsemi í kröfu hennar um algild sannindi, því slík sannindi eru ekki til. Hin einu sannindi sem til eru, segir Leopardi, eru sannindi hinnar frumstæðu skynsemi, það er að segja, sannindi sem eru afstæð við þá lífveru sem þau þjóna. Til að finna algild sannindi þyrfti að hafa þekkingu á öllum tengslum þeirra sanninda við önnur sannindi. Að hafa þekkingu á einhverjum 2 3 Sama rit, 1681-2; sjá einnig umfjöllun hjá Tilgher: Lafilosofia di Leopardi, bls. 62 o.áfr. ~4 Sjá Luporini: Leopardi progressivo, bls. 45 o.áfr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.