Birtingur - 01.01.1962, Síða 59

Birtingur - 01.01.1962, Síða 59
lífsfyllingar og hamingju, sem dauðlegum mönnum veitist einna mest. En mjög í sama mund og hann staðfestir ráð sitt, rótfestir sitt litla þorp á jörðu og tekur að fylla það lífi, gerist annar atburður og allur ógæfulegri: höfuðsnillingar í hern- aðar- og stjórnmálum eignast líka sína ástkonu, atómsprengjuna, sem gerir þeim ldeift að tortíma öllu lífi á jörðinni. Hér stóðu þeir rétt einu sinni hvor andspænis öðrum: hinn veiki friðsami hversdagsmað- ur og hinn sterki drápgjarni drottnari, sá fyrri umkomulausari en nokkru sinni áð- ur, hinn síðarnefndi kampakátur yfir að hafa nú loksins frammi fyrir sér öll heimsins höfuð á einum hálsi. Þegar menn hrökkva upp við jafn djöful- legan veruleik, hlýtur sú spui’ning að vakna jafnvel í brjósti bjartsýnasta manns, sem tamara hefur verið að hugsa í öldum en árum, hvort þær aldir verði þá nokkuð annað en ei- lífðarlöng bið dauðrar náttúru eftir því að líf kvikni á ný í öskuhaugun- um miklu. Og mér þætti mannlegt, þótt ,,faðir drengjanna, sem veiða síli á litla öngla“, efldist við slíka tilhugsun að áhuga á þeim gæðum ýmsum, sem hrað- fleyg ævistund býður manninum hér og nú, teldi viðsjárvert að gleyma að njóta þeirrar persónulegu hamingju, sem hverjum og einum kann að bjóðast í samneyti við sína nánustu, vegna þokukenndra drauma um koll- ektíva hamingju eftirkomendanna ein- hvern tíma í óræðri framtíð, sem allt var í óvissu um. Hafi ég lesið rétt, mái til ógna helsprengjunnar og virðingarleysis vorra tíma fyrir lífi einstaklingsins rekja skýr- ingu á því, hve Jón úr Vör hefur á sein- ustu árum fjallað mjög um einkaleg efni í ljóðum sínum, efni sem sósíalrealisti hefði naumast hirt um nema til að sýna hið almenna 1 hinu einstaka. Þessi skilningur styrkist af þeirri staðreynd, að einnig þegar hann velur sér yrkisefni af alþjóða- vettvangi, beinir hann fyrr en varir kast- ljósi að einstöku lífi á iiörmungar- eða hamingjustund: manninum sem telur daga sína í fangelsi — Lúðvík hinum norska sem „laumast bak við lítið guðshús í garðinum til þess að kyssa Maríu, á með- an við hin gáfum okkur alheimssorginni á vald“ (Gömul ferðasaga). IJarmsaga lýðveldisins hefur legið eins og mara á hverjum ærlegum íslenzkum manni, allt frá því er skammsýn smámenni afsöluðu íslenzkum landsréttindum í hend- ur erlendu kjarnorkuveldi með Keflavíkur- samningnum 1946. Flest hafa skáldin sem jafnan fyrr staðið á rétti þjóðarinnar, og þar hefur aldrei verið hik á Jóni úr Vör. Ættjarðarljóð hans eru ekki af þeirri gerðinni, sem er „goldin háu verði“ á æðri stöðum: Þér hafið dæmt okkur í fjötra. Og við, sem ætluðum að gefa særðum heimi pening hinnar fátæku ekkju, við borðum nú hið súra brauð þrjátíu silfurdala. Og samt hafið þér boðið oss til fagnaðar. Það er dansað á torgum og ættjarðarljóðin eru loksins goldin háu verði. Birt.ingur 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.