Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Síða 23

Læknablaðið - 15.09.2000, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Aðgengi íslendinga að ígræðslulíffærum Páll Ásmundsson Ágrip Frá því fyrst var grætt nýra í íslenskan sjúkling árið 1970 og fram til ársins 1993 voru Islendingar háðir hinni norrænu stofnun Scandiatransplant um ígræðslu nýrna úr látnum gjöfum og fóru 40 slíkar ígræðslur fram á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á því tímabili. Fyrsta lifrarígræðsla í íslending fór fram árið 1985 og bættust tvær við fram til 1993. Fyrsta hjartað var grætt í íslending 1988 og tvö í viðbót fram til 1993. Árið 1991 voru sett tvenn mikilvæg lög hér á landi, annars vegar um ákvörðun dauða og hins vegar um brottnám líffæra til ígræðslu. Með tilkomu þeirra gátu íslendingar farið að leggja til líffæri til Scandiatransplant. Árið 1993 hófst samstarf við Sahgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg um að þar færu fram ígræðslur hvers kyns nálíffæra í íslendinga og læknar þaðan kæmu og fjarlægðu slík líffæri hér. Þetta samstarf stóð út árið 1996 en þá tók við sams konar samstarf við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Á fjórum árum fóru fram 25 ígræðslur nálíffæra í Gautaborg (þrjú hjörtu, þrjú hjörtu með lungum, þrjú lungu, sex lifrar og 10 nýru). Árin 1997-1999 fóru fram þrjár slíkar ígræðslur í Kaupmannahöfn (tvö nýru, ein lifur). Á sömu árum voru líffæratökur 19 í Gautaborg en fimm í Kaupmannahöfn. ígræðslum nýrna úr lifandi, íslenskum gjöfum hefur fjölgað mjög og námu 69% allra nýraígræðslna 1990-1999. í árslok 1999 voru slíkar ígræðslur orðnar 56. Nýragræðlingum úr lifandi gjöfum farnast mun betur en græðlingum úr látnum gjöfum. I framtíðinni verður lögð aukin áhersla á ígræðslur í eldra fólk en lokastigsnýrnabilun í þeim aldursflokki færist í vöxt. Unnið er að mati á því hvort fýsilegt sé að taka upp nýraígræðslur úr lifandi gjöfum hérlendis. Inngangsorð Frá því að fyrsta líffæraígræðslan í íslending fór fram árið 1970 hafa nær 140 líffæri verið grædd í íslenska sjúklinga. Hér verður fjallað nokkuð um uppruna þessara líffæra, stöðu líffæraígræðslu í íslenska sjúklinga og framtíð hennar. Taka ber fram að í grein þessari er hvorki fjallað um ígræðslu hornhimnu né beinmergs. Scandiatransplant Scandiatransplant (1) heita samnorræn samtök sem í eru öll ígræðslusjúkrahús á Norðurlöndum en íslenska Heilbrigðisráðuneytið er fulltrúi íslands. Hlutverk Scandiatransplant er að halda skrá um alla þá sjúklinga sem bíða eftir ígræðslu líffæra úr látnum einstaklingum (nálíffærum). Meðlimir stofnunar- innar sjá svo einnig um dreifingu nálíffæra sem til falla samkvæmt HLA-samræmi eftir ákveðnum vinnureglum. Því fleiri sjúklingar sem eru á biðlista, þeim mun meiri líkur eru á að finna gjafalíffærum gott HLA-samræmi. ENGLISH SUMMARY Frá nýmadeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir. bréfaskipti: Páll Ásmundsson nýrnadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1280; bréfasími: bréfasími: 560 1279; netfang: pallas@rsp.is Lykilorð: líffœraígræðsliir.; líffæragjöf Ásmundsson P Access to transplantation organs in lceland Læknablaðið 2000; 86: 567-9 After the first kidney transplantation into an lcelandic patient in 1970 and until 1993 lceland was dependent upon the Nordic institution Scandiatransplant for transplantation of cadaveric kidneys. During that period 40 cadaveric kidneys were transplanted into lcelandic patients at Rigshospitalet in Copenhagen. The first liver was transplanted into an lcelander in London in 1985 and two in addition until 1993. The first heart was also transplanted into an lcelandic patient in London in 1988 and additional two until 1993. In 1991 the lcelandic parliament passed laws on the definition of death and procurement of organs for transplantation. This made it possible to provide organs to the Scandiatransplant collaboration. In 1993 a contract was made with the Sahlgrenska University Hospital in Gothenburg in which Sahlgrenska was committed to transplant necroorgans into lcelandic patients as well as to procurement of organs when available in lceland. This cooperation lasted until the end of 1996 when a similar agreement was made with Rigshospitalet in Copenhagen. From 1993-1999 altogether 28 necroorgan transplantations were performed on lcelanders (three hearts, three hearts and lungs, three lungs, seven livers and 12 kidneys). During the same period organs were procured 24 times. Transplantation of kidneys from living lcelandic donors has increased dramatically constituting 69% of all kidney transplantations 1990-1999. Living donor transplantations into lcelanders were altogether 56 at the end of 1999. Key words: organ transptantation, organ donation. Correspondence: Páll Ásmundsson. E-mail: pallas@rsp.is Læknablaðið 2000/86 567
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.