Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 24

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 24
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Scandiatransplant var stofnað 1969 með þáttöku allra Norðurlanda nema Islands sem gekk í samtökin 1972. íbúafjöldi Norðurlanda er nú nálægt 24 milljónum (Danmörk 5,3 milljónir, Finnland 5,2 milljónir, ísland 0,28 milljónir, Noregur 4,4 milljónir og Svíþjóð 8,9 milljónir). í fyrstu var um að ræða fremur óformlega samvinnu allra ígræðslusjúkrahúsa undir verndar- væng Norræna ráðherraráðsins. Frá árinu 1993 hefur Scandiatransplant starfað sem félagsskapur ígræðslusjúkrahúsanna. Höfuðstöðvar hafa jafnan verið í Arósum. Þar sem ekki eru framkvæmdar hér ígræðslur hefur Heilbrigðisráðuneytið talist formlegur með- limur. ísland á einn fulltrúa á aðalfundi Scandia- transplant og situr sá einnig í stjórn með málfrelsi en án atkvæðisréttar. Á aðalfundi Scandiatransplant eru meðal annars settar reglur um flutning líffæra milli ígræðslu- sjúkrahúsanna (2). Um nýru gilda nú þær reglur að því sjúkrahúsi sem nemur brott líffæri er skylt að senda annað nýrað ef einhvers staðar fyrirfinnst sjúklingur með fullt HLA-A,B og DR samræmi við gjafann. Séu þeir fleiri en einn ganga sjúklingar með fjölmótefni gegn HLA-mótefnavökum fyrir. Lifrar er skylt að senda til sjúklinga með bráða lifrarbilun eða bráða þörf fyrir endurígræðslu. Hvað brjósthols- líffæri varðar ganga þeir fyrir sem komnir eru á vélræna blóðrásaraðstoð (mechanical assist device). Island var aðeins þiggjandi í Scandiatransplant allt til ársins 1993 en þá hófust hér líffæratökur til ígræðslu. Fram að þeim tíma annaðist Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn ígræðslu nýma úr látnum gjöfum (nánýrna) í íslenska sjúklinga á vegum Scandia- transplant. Lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu Til þess að íslendingar gætu lagt nálíffæri til hins norræna ígræðslusamstarfs varð að koma hér á lögum um að algert heiladrep, heiladauði, væri meginskilmerki dauða. Einnig var þörf löggjafar um notkun líffæra til ígræðslu, jafnt úr látnum sem lifandi. Slík löggjöf komst á í nágrannalöndunum á níunda áratugnum og var alger forsenda þess að unnt væri að nýta brjóstholslíffæri til ígræðslu en það hafði orðið fýsilegt með tilkomu hins ónæmisbælandi lyfs cýklósporíns. Undirbúningur að löggjöf gekk hér greiðlega og var meðal annars unnt að styðjast við lög í nágrannalöndum, einkum Svfþjóð. Lögin voru staðfest vorið 1991 (3,4) og vorum við aðeins skammt á eftir Dönum sem voru nokkur ár með sín lög í bígerð. Samningur við Sahlgrenska sjúkrahúsið Eftir samþykkt áðurgreindra laga var leitað hentugs sjúkrahúss til að græða nálíffæri í íslenska sjúklinga. Við samningagerðina höfðu Islendingar í farteskinu að geta lagt með sér líffæri. Leitað var hófanna í Bretlandi og þeim norrænum ígræðslusjúkrahúsum sem næst okkur voru. Bretland heltist úr lestinni sem valkostur þar sem sjúklingar okkar nutu ekki sama forgangs að líffærum og breskir þegnar. Auk þess áttum við Scandiatransplant í raun skuld að gjalda. Samið var við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta- borg og komst það samstarf í gagnið árið 1993. fslenskir sjúklingar sem biðu nálíffæra voru settir á biðlista í Gautaborg. Þau sjúkrahús á íslandi sem höfðu gjörgæsludeildir (Landspítalinn, Sjúkrahús Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri) og voru því líkleg til að meðhöndla nálíffæragjafa voru vígð til samstarfs. Ef upp komu slík tilfelli flaug teymi frá Gautaborg til íslands í leiguþotu, nam brott líffærin og fór strax með þau til baka. Samstarfið við Gautaborg stóð í fjögur ár en ýmis vandamál urðu til að það varð ekki lengra. Aftur til Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn Enn var leitað samninga og var nú samið við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Það sjúkrahús hafði séð um ígræðslur nánýrna í íslenska sjúklinga í 20 ár. Samið var á líkum forsendum og við Gauta- borg en gert var ráð fyrir fullri uppvinnslu sjúklinga hér heima fyrir ígræðslu og eftirliti að henni lokinni. Samingurinn við Ríkisspítalann gildir enn. ígræðslur frá 1970 til 1999 Fyrsta ígræðsla í íslending fór fram í London 1970 þegar grætt var í nýra úr lifandi gjafa. Það nýra starfar enn. Fyrstu nánýrun voru grædd í íslenska sjúklinga á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 1973 og voru 40 nánýru grædd í íslendinga til ársloka 1992. Árið 1988 var fyrst grætt hjarta í Islending og var það einnig gert í London. Alls munu þrír sjúklingar hafa fengið ígrædd hjörtu þar. í árslok 1992 voru fjórir íslenskir sjúklingar á biðlista í London eftir hjarta eða hjarta og lungum. Sá biðlisti fluttist yfir til Gautaborgar. Fyrsta lifrarígræðsla í íslenskan sjúkling fór svo enn fram í London árið 1985. Fram til 1992 voru tvær lifrar til viðbótar græddar í Islendinga, önnur í Pittsburgh í Bandaríkjunum, hin í London. Igræðslur nálíffæra í fslendinga í Gautaborg (1993-1996) og Kaupmannahöfn (1997-1999) eru sýndar í töflu I. Fjöldi sjúklinga á biðlista í árslok eftir hinum ýmsu nálíffærum sést í töflu II. ígræðslur nýrna úr lifandi gjöfum Þessar ígræðslur hafa aldrei verið bundnar við einn stað og hafa farið fram í Kaupmannahöfn, Gauta- borg, London og Boston en börn hafa einkum hlotið ígræðslu á síðastnefnda staðnum. ígræðslum úr lif- andi gjöfum hefur fjölgað mjög síðustu 10-15 árin og 568 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.