Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 42

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 42
FRÆÐIGREINAR /LÍFFÆRAFLUTNINGAR r Figure 2. Total heart transplant actuarial survival for all patients reported to the Registry ofthe International Society for Heart and Lung Transplantation: sixteenth official report- 1999. kransæðum gera þennan kvilla mjög erfiðan í greiningu (9,12). Kransæðamyndataka er ennþá helsta greiningaraðferðin og er hún gerð í hjartaþræðingu, árlega eða annað hvert ár. Greining þessa sjúkdóms er ekki aðeins erfið og flókin, heldur er meðferð einnig mjög erfið og oft takmörkuð. Lyfjameðferð, kransæðavíkkun í þræðingu eða hjáveituskurðaðgerð bera oft tak- markaðan árangur þar sem sjúkdómurinn er aðal- lega í smáum æðum og oft ekki eins staðbundinn og venjulegur kransæðasjúkdómur (9). Endur- tekin hjartaígræðsla er því oft eini meðferðar- möguleikinn. Pessi langvinna höfnun í formi kransæðasjúkdóms veldur flestum dauðsföllum hjartaþega (5). Árangur eftir hjartaígræðslu Horfur eftir hjartaígræðslu í dag verða að teljast góðar og víðast eru um 85% sjúklinga á lífi ári eftir aðgerðina. Fimm ára lifun er í dag um 65% og 10 ára um 45-50% (mynd 2). Lifun hefur heldur farið batnandi undanfarin ár (1,5). Langvinn höfnun veldur flestum dauðsföllum hjartaþega, eða fjórðungi. Bráð höfnun, sýkingar og krabbamein eru aðrar helstu dánarorsakir hjartaþega (5). Þættir sem sýnt hefur verið fram á að geti haft áhrif á lifun eru aldur og langur blóðþurrðartími gjafahjarta (5). Aldur hjartaþega getur líka haft áhrif á lifun en yngstu og elstu einstaklingunum hefur farnast verr. Þá hefur ástand hjartaþega, einkum ef þörf er á öndunarvél eða hjarta- og lungnavél fyrir aðgerð, neikvæð áhrif á lifun (5). Lífsgæði eftir hjartaígræðslu eru yfirleitt góð þó ætíð sé erfitt að finna mælikvarða til að meta slíkt (13). Líkamleg færni eftir hjartaígræðslu, byggð á áreynslugetu er góð og athuganir á hinu ígrædda líffæri sýna að virkni þess helst mjög góð mörgum árum eftir ígræðslu (1). Hjartaígræðslur í íslendinga Níu íslendingar hafa gengist undir hjarta- eða hjarta- og lungnaígræðslu. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd 1988 en sú síðasta 1997. Flestir voru þessir einstaklingar ungir þegar þeir fóru í aðgerð og þar á meðal eru tvö börn. Fimm einstaklingar hafa fengið ígrætt hjarta en fjórir hjarta og lungu. Þrjár fyrstu aðgerðirnar voru gerðar í Englandi en hinar sex síðari í Svíþjóð. Þessar hjartaígræðslur hafa verið vegna meðfædds hjartagalla, hjartavöðvasjúkdóms og bráðrar hjartavöðvabólgu. Tveir einstaklingar hafa látist, annar eftir hjartaígræðslu og hinn eftir hjarta- og lungnaígræðslu, báðir á fyrsta ári eftir aðgerð. Hinum sjö hefur farnast vel. Heimildir 1. Sigfusson G, Fricker FJ, Bernstein D, Addonizio LJ, Webber SA, Baum D, et al. Long term survivors of pediatric heart transplantation: a multicenter report of 68 children who have survived greater than five years. J Pediatr 1997; 6:862-71. 2. Barnard CN. The operation. A human cardiac transplant: An interim report of a successful operation performed at Groote Schuur Hospital, Cape Town. S Afr J 1967; 41:1271-4. 3. Reitz BA, Bieber CP, Raney AA, Pennock JL, Jamieson SW, Oyer PE, et.al. Orthotopic heart and combined heart-lung transplantation with cyclosporine A immunosuppression. Transplant Proc 1981; 13: 393-6. 4. Bailey LL, Nehlsen-Cannarella SL, Conception W, Jolley WB. Baboon-to-human cardiac xenotransplantation in a neonate. JAMA 1985; 254: 3321-9. 5. Hosenpud JD, Bennett LE, Keck BM, Fiol B, Boucek MM, Novick RJ. The registry of the intemational society for heart and lung transplantation: sixteenth official report-1999. J Heart Lung Transplant 1999; 18: 611-27. 6. Stark RP, McGinn AL, Wilson RF. Chest pain in cardiac transplant recipients: Evidence of sensory reinnervation after cardiac transplantation. N Engl J Med 1991; 324:1791-4. 7. Billingham ME. Diagnosis of cardiac rejection by endomyocardial biopsy. Heart Transplant 1982; 1: 25-30. 8. Billingham ME, Cary NRB, Hammond ME, Kemnitz J, Marboe C, McCalliester HA, et al. A working formulation for the standardization of nomenclature in the diagnosis of heart and lung rejection: Heart rejection study group. J Heart Lung Transplant 1990; 9: 587-93. 9. Johnson DE, Alderman EL, Schroeder JS. Transplant coronary artery disease: Histopathologic correlation with angiographic morphology. J Am Coll Cardiol 1991; 17: 449-56. 10. Barbir M, Kushwaha S, Hunt B, Macken A, Thompson GR, Mitchell A, et al. Lipoprotein (a) and accelerated coronary artery disease in cardiac transplant recipients.. Lancet 1992; 340:1500-2. 11. Melnick JL, Adam E, DeBakey ME. Possible role of cytomegalovirus in atherogenesis. JAMA 1990; 263: 2204-7. 12. Uretsky BF, Kormos RL, Zerbe TR, Lee A, Tokarczyk TR, Murali S, et al. Cardiac events after heart transplantation: Incidence and predictive value of coronary angiography. J Heart Lung Transplant 1992; 11: S45-51. 13. Lawrence KS, Fricker FJ. Pediatric heart transplantation: Quality of life. J Heart Transplant 1987; 6: 329-33. 586 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.