Þjóðmál - 01.06.2010, Page 6

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 6
4 Þjóðmál SUmAR 2010 Fátt er nýtt undir sólinni . Almenningur hefur löngum verið ósáttur við fulltrúa sína á þingi og í landsstjórninni . Stjórnmál virðast því miður ekki alltaf laða það besta fram í þeim sem gefa sig að þeim og fólki ofbýður iðulega það sem það verður vitni að á stjórnmálasviðinu . En oft er fólk líka ósann­ gjarnt og of kröfuhart gagnvart þeim sem gegna forystuhlutverki í stjórnmálum . Í þessu hefti Þjóðmála (bls . 102–108) er birt rúmlega átta tíu ára gömul ritgerð eftir Árna Pálsson prófessor sem gæti allt eins hafa verið skrifuð í dag . Árni var einn af merkilegustu mönnum sinnar tíðar, eins konar Samuel Johnson Íslands . Hann var við kvæmur gáfumaður með stórt hjarta, af burða skemmtilegur og kunni öðrum betur að hneykslast . Í þessari ritgerð er Árni fullur vandlætingar á stjórnmálabaráttu í lýðræðisríkjum . Ritgerð hans er holl lesning, bæði okkur sem fylgjumst með stjórnmálun­ um utan frá og þeim sem lifa og hrærast í þeim . Mannskepnan er ófullkomin og mannanna verk meira og minna broguð . Dóm greind stjórn málamanna er misjöfn eins og dóm ­ greind okkar allra . Stundum erum við heppin með stjórn málamenn, stundum ekki . Ekkert það kerfi er til sem girðir fyrir ófullkomleika mannsins . Ef við vilj um búa við sæmilegt frelsi er eina leiðin til að draga úr afleiðingum ófullkomleika mannsins að sýna einurð og heiðarleika, horfast í augu við það sem aflaga hefur farið og reyna að bæta fyrir það eins og við best getum . En það er ævarandi barátta . Kynslóðir koma og fara – og nýjar kynslóðir vilja reyna allt á sjálfum sér og fátt læra af þeim sem gengnar eru . Við munum á víxl hrífast af stjórnmálaforingjum og hafa skömm á þeim – og „spillingin“ mun alltaf verða umræðuefni karlanna í heita pottinum . Þannig gengur það til í mannlífinu . Það er kjánatal að allt muni snúast til betri vegar ef kallað er saman stjórnlagaþing, ný stjórnarskrá samin, stjórnmálaflokkarnir lagðir niður o .s .frv . Sagan kennir okkur að það eru falsspámenn sem tala á þeim nótum . Það sem okkur vantar er ekki nýjar reglur um hvað eina heldur betra og drenglundaðra fólk til forystustarfa – fólk sem þorir að tala af einurð, tekst á við verkefni sín af samviskusemi og heiðarleika og býr yfir traustri dómgreind . Það er manndómur ein­ staklinganna sem gerir gæfumuninn en ekki regluverkið . Þeim sem gera sér háar hugmyndir um stjórnmál og opinbert líf skal ráðlagt að lesa dagbækur Alastairs Campbell, breska blaða mannsins sem var nánasti ráðgjafi Tonys Blair, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997– 2007 . Í fyrra kom út styttri gerð af dag bók­ un um, eins konar yfirlitsbók, The Blair Years, og þótti sæta tíðindum . En fyrir skemmstu hófst útgáfa óstyttu gerðarinnar . Þar er allt látið flakka . Fyrsta bindið, Prelude to Power, segir frá árunum 1994–1997 og er 774 bls . Að sögn Rods Liddle, hins snjalla dálkahöfundar Sunday Times, er þetta óborganleg lesning . Brugðið er upp sláandi myndum af persónum og leikendum og flett ofan af því hvað þeim fannst stundum í raun og veru þótt þær hefðu ekki látið á neinu bera á yfirborðinu . „Hvað ég hata þessa andskotans menn,“ segir Blair eftir fund með nokkrum helstu verkalýðsfor kólf­ um Bretlands . „Þeir eru bæði heimskir og ill ­ gjarnir .“ Blair varð snemma uppgefinn á keppi ­ nauti sínum, Gordon Brown . Snemma árs 1996 segir hann að samskipti sín við Brown séu eins og manns við afbrýðisama kærustu sem heldur að í hvert sinn sem maðurinn lítur aðra konu augum sé hann í þann mund að halda framhjá henni . Reyndar virðast bæði Blair og Gordon Brown vera sjúklega tortryggnir . Robin Cook virðist hafa verið andstyggðin uppmáluð . Peter Mandelson er slóttug dramadrottning, sífellt að plotta og trúir því (réttilega) að öllum sé illa við hann . Cherie, eiginkona Blairs, er fýld og eins og fest upp á þráð . „Öfundin, illkvittnin og sjálfsmeðaumkunin er yfir þyrmandi,“ skrifar Liddle og bætir við: „Ekki að furða að þau hafi sífellt verið veik, engst um af svíðandi maga­ verkjum eða þjökuð af of hröðum hjartslætti og átröskun . Þetta er frábærlega geggjað lið: bara ef við hefðum vitað þetta allt fyrr .“ Campbell bregður líka upp skemmtilegri mynd af Mo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.