Þjóðmál - 01.06.2010, Side 10

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 10
8 Þjóðmál SUmAR 2010 Glitnis eða óvönd uð stjórnsýsla sem orsakaði fall bank anna . Það var til dæmis athyglis­ vert að í um fjöll un ríkis útvarps ins daginn sem skýrslan kom út var megináhersla lögð á hlut stjórnsýsl unnar þótt skýrslan tæki af öll tvímæli um það að ábyrgðin væri bank anna . Í Frétta­ blaðinu daginn eftir var fyrirsögnin á forsíðu: „Eng inn gekkst við ábyrgð“ . Í undirfyrirsögn stóð að ráðherrar, seðla bankastjórar og forstjóri FME væru sak aðir um mistök og vanrækslu í starfi . Síðan var bætt við eins og til málamynda: „Stærstu hluthafar bankanna fengu óeðlilegan aðgang að lánsfé .“ Í DV var fyrirsögnin: „Loks­ ins! Söku dólgarnir afhjúpaðir .“ Með fylgdu mynd ir af tíu einstaklingum: þremur ráð herr­ um, fjórum embættismönnum og svo í lokin þrem ur skuldakóngum (stærstu eigendum Lands bankans og Glitnis) . Framsetning bæði Frétta blaðsins og DV gaf alranga mynd af niður­ stöð um rannsóknarnefndarinnar . Greini legt var að sumir sem mest tjáðu sig um skýrsl una höfðu ekki lesið mikið í henni . Þess vegna var mikil vægt að fá í hendur bók Styrmis Gunn ars­ sonar, Hrunadans og horfið fé, þar sem fjallað er um helstu niðurstöður skýrsl unnar á 160 bls . Fæstir leggja það á sig að lesa skýrsl una alla en ásamt fylgigögnum er hún vel á fjórða þúsund blaðsíðna í stóru broti . Það er mikils virði að almenningur skuli eiga kost á einstaklega grein­ ar góðu yfir liti Styrmis til mótvægis við skrum­ skælda um fjöll un sumra fjölmiðla . En þótt skýrslan sé góð er hún ekki algóð fremur en önnur mannanna verk . Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for sætis­ ráðherra, bendir á hér í blaðinu (bls . 124–126) í ritdómi um bók Styrmis orkar ýmislegt tví­ mælis í nið ur stöðum nefndarinnar . Þorsteinn segir með al annars að nefndarmenn geri enga tilraun til að sýna fram á „orsakasamhengi milli þeirra athafna og þess athafnaleysis sem þeir telja til vanrækslusynda einstakra stjórnmálamanna og embættismanna og falls bankanna“ . Þorsteinn vekur einnig máls á því að nefndarmenn gáfu sér ekki tíma til að meta andmæli sem þeim bárust eða tefla fram mótrökum gegn þeim . Margt bendi því til að nefndin hafi aðeins virt andmæla rétt inn að formi en ekki efni . Ýmsar spurningar vakni líka um notkun nefndarmanna á vanrækslu­ hugtakinu . Þá séu svör nefndarinnar við vel rökstuddum athugasemdum um vanhæfi ein­ stakra nefndarmanna „bæði fátækleg og í litlu samræmi við þau sjónarmið sem gilt hafa í dómum og álitum umboðsmanns Alþingis“ . – Ekki síst vekur furðu að andmæli við skýrs luna skyldu ekki fá inni í prentaðri útgáfu henn ar, en í þess stað var látið nægja að birta and mæl in á vefnum sem fylgiskjal númer ellefu! Í stuttu máli má segja að tvenns konar efni sé í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Upp lýs ingar og skoðanir . Upplýsingarnar eru mjög fróðlegar, enda hafði nefndin óvenju­ legar heimildir til að afla þeirra . Skoðanir nefnd ar manna eru hins vegar bara það: skoð ­ anir þriggja einstaklinga sem störfuðu undir miklum þrýstingi um að gera sig ekki seka um „hvítþvott“ . Ómögulegt er að varast þá hugs un að skoðun nefndarmanna á „van­ rækslu“ seðlabankastjóranna þriggja sé sprott­ in af slík um þrýstingi . Hin meinta van rækslu ­ synd sýnist svo smá vægi leg í ljósi alls þess sem gerðist og kem ur auk þess or sökum banka ­ hrunsins nákvæmlega ekkert við . Rétt er að minna á að öll stóryrðin sem dundu á Seðla ­ bank anum vikurnar og mán uðina eftir banka ­ hrun ið fá enga stoð í niður stöðum nefndar­ innar . Í ljósi einhliða umræðu um skýrsluna og störf rannsóknarnefndarinnar fóru Þjóðmál þess á leit við Davíð Oddsson að fá andmæli hans til birtingar (sjá bls . 37–79) . Hver og einn getur þá svarað því fyrir sjálfan sig, eftir lestur þeirra, hvernig staðið hefur verið að fréttaflutningi og umræðum um skýrsluna og hvort eðlilegar ályktanir hafi verið dregnar af henni . – Þar sem andmæli Davíðs eru í lengra lagi var nauðsynlegt að stækka þetta hefti af Þjóðmálum, en það er 128 bls . í stað 96 bls . eins og jafnan . Að svo mæltu óska ég lesendum gleðilegs sumars .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.