Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 29
 Þjóðmál SUmAR 2010 27 9 . mars og næstu daga leituðu stjórnendur Straums mikið til hans vegna ýmissa mála . Hann heyrði hins vegar aldrei framar frá skila nefndinni .46 Fall ræddi við starfsfólk Straums í Lundúnum á þriðjudeginum og reyndi að skýra stöðuna eftir því sem hann best gat . Stephen Jack hafði afráðið að vandlega íhuguðu máli að starfa áfram næstu daga . Hann átti fund með fulltrúum íslensku og bresku fjármálaeftirlitanna fá­ einum dögum eftir að skilanefnd tók yfir vald hluthafafundar Straums . Þar staðfestu fulltrúar íslenska Fjármálaeftirlitsins að ís­ lenskir innistæðueigendur nytu forgangs hjá Straumi . Að loknum þessum fundi ræddi Jack við skilanefndarmenn og gerði þeim ljóst að hann gæti ekki starfað lengur á vegum Straums­Burðaráss í ljósi þess hvernig kröfu­ höfum væri mismunað . Síðar tókst stjórn­ endum Straums að sannfæra skila nefndar­ menn um að rétt væri að gæta jafn ræðis meðal inni stæðueigenda .47 Að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráð­ herra lá fyrir að breska fjármálaeftirlitið hygðist grípa inn í rekstur bankans hinn 9 . mars . Gylfi sagði enn fremur orðrétt að hvort „sem Bretarnir hefðu gert það eður ei var ljóst að bankinn var kominn í þrot“ . Gylfi sagði enn fremur að stjórnendum bankans hefði átt að vera ljóst eftir atburði helgarinnar hvert stefndi . Líklega hafi verið reynt til þrautar að leita ásjár utanaðkomandi fjárfesta og það ekki tekist .48 Vegna útstreymis af innlánsreikningum bankans fyrir helgina hefði ekki reynst unnt að mæta greiðslum á skuldabréfi sem var á gjalddaga á mánudaginum 9 . mars . Afborgunin var að fjárhæð 33 milljónir evra, en upp á vantaði 17,7 milljónir evra, upphæð samsvarandi þeirri sem tekin hafði verið út af innlánsreikningum bankans skömmu fyrir helgina . Stjórnendur Straums leituðu á náðir Seðlabankans eftir lánsfé til að geta staðið í skilum en komu að lokuðum dyrum, líkt og 46 Sama heimild . 47 Tölvupóstur Stephen Jack til William Fall, dags . 24 . ágúst 2009 . 48 „Stjórnendum Straums átti að vera ljóst hvert stefndi .“ Fréttablaðið, 10 . mars 2009 . greint var frá í fjölmiðlum .49 Fjölmiðlar ræddu við starfsfólk bankans sem kom af fjöllum en kvaðst lítið vita um örlög sín, annað en það sem fram kæmi í fjölmiðlum . Í fréttum kom fram að Fjármálaeftirlitið hefði beitt neyðarlögunum á Straum til að bjarga tugmilljarða innistæðum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða í bankanum . Var haft eftir Gunn­ ari Haraldssyni, stjórnarformanni Fjármála­ eftirlitsins, að hefði Straumur farið í venjulega greiðslustöðvun hefði ekki verið hægt að tryggja þessar innistæður með sambærilegum hætti, en alls næmu innlán bankans tæpum 70 milljörðum króna .50 Misvísandi fregnir Mikið var fjallað um ríkisvæðingu Straums í dönskum fjölmiðlum, en Straum ur hafði þá nýverið tekið við rekstri hinna kunnu stórverslana Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn og hús gagna versl­ unarkeðjunnar Biva að auki .51 En lokað var fyrir viðskipti með hluti í Straumi í kaup höll­ unum í Kaupmannahöfn, Ósló og Helsinki þegar að morgni mánudagsins 9 . mars . Straumur hafði þá tilkynnt að hætta væri á að bankinn uppfyllti ekki skilyrði fyrir veru sinni í Norex kauphallarsamstarfinu .52 Gengi bréfa Straums féll um 97% í Kauphöllinni í Reykja­ vík þennan sama dag, en við svo búið féll úrvals vísitalan um 13% og náði nýjum lægð­ um, 230 stigum .53 Úrvalsvísitala Kaup hall ar­ innar fór hæst í 9 .016 stig hinn 18 . júlí 2007 . Í fréttum var svo greint frá yfirtöku ríkis­ ins á bankanum og sagt frá því að breska fjár ­ málaeftirlitið hefði spurst fyrir um stöðu bank­ ans miðvikudaginn 4 . mars og getu hans til að standa við skuldbindingar sínar í næstu viku . Starfsmenn Straums munu hafa svarað því af­ 49 Sama heimild . 50 „Seðlabankinn lánaði Straumi .“ Visir.is, 9 . mars 2009 . 51 „Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku .“ Visir.is, 9 . mars 2009 . 52 „Lokað fyrir Straum í norrænum kauphöllum .“ Visir.is, 9 . mars 2009 . 53 „Dapurt um að litast í Kauphöllinni .“ Visir.is, 9 . mars 2009 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.