Þjóðmál - 01.06.2010, Side 30

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 30
28 Þjóðmál SUmAR 2010 dráttarlaust svo, að engin vandkvæði væru á því að bankinn gæti staðið við sínar skuldbind ing ar eftir helgi, en að öðru leyti var vísað á íslenska Fjármálaeftirlitið, sem eftirlitsaðila með rekstri bankans á Íslandi . Er Bretarnir spurðust fyrir um þetta mál hjá Fjármálaeftirlitinu hér heima munu þau svör hafa fengist að Fjármálaeftir lit inu væri ókunnugt um stöðu Straums . Við svo búið hafi Bretarnir orðið órólegir og talið bankann vera eftirlitslausan . Íslenska Fjármálaeftir litið mun hafa farið að grennslast fyrir um málið í kjölfarið og átt fundi með stjórnendum Straums föstudaginn 6 . mars og aftur daginn eftir, en þá höfðu fulltrúar Seðlabanka bæst í hópinn .54 Blaðamaður Fréttablaðsins leitaði álits Gunn ars Haraldssonar, formanns stjórnar Fjár mála eftirlitsins, á þeirri atburðarás sem að framan er lýst . Orðrétt var haft eftir Gunn­ ari: „Ég skil ekki hvernig svona saga fer af stað . FME fylgdist vel með eiginfjárstöðu og lausafjárstöðu fyrirtækjanna og samskipti okkar við FSA [breska fjármálaeftirlitið] hafa verið með miklum ágætum .“55 Höfundur hefur ítrekað spurst fyrir um þessi mál hjá breska fjármálaeftirlitinu á grundvelli breskra upplýsingalaga (e . Information Act), en Bretarnir verjast allra frétta og bera við bankaleynd . Eina skjalið sem þeir hafa veitt höfundi afrit af er tölvupóstur dagsettur 9 . mars, sem líkast til var sendur til íslenskrar systurstofnunar breska fjármálaeftirlitsins . Í þessu bréfi kemur fram að Bretarnir hafi gripið til neyðarráðstafana eða „emergency precautionary action . . . in order to protect the interests of consumers in relation to the UK branch og this incoming bank from an EEA State“, eins og það er orðað í tölvubréfinu .56 Ýmsir urðu til að gagnrýna að neyðarlögunum skyldi beitt gegn Straumi . Jón Magnússon, al­ þingismaður og hæstaréttarlögmaður, kvaðst undr ast ákvörðun stjórnvalda . Að hans mati hefði verið eðlilegra að bankinn hefði farið í skipta­ 54 „Straumur gagnrýnir FME .“ Fréttablaðið, 10 . mars 2009 . 55 Sama heimild . 56 Strictly private and confidential – Straumur­ Burdaras Investment Bank hf . Tölvupóstur breska fjármálaeftirlitsins, dags . 9 . mars 2009 . Nöfn sendanda og viðtakanda hafa verið afmáð . meðferð án þess að ríkið blandaði sér í málið . Þá gagnrýndi hann ríkisstjórnina fyrir að hætta fjármunum almennings með þessum hætti .57 Hinn 19 . mars veitti Héraðsdómur Reykja­ víkur Straumi­Burðarási fjárfestingabanka hf . heimild til greiðslustöðvunar til 11 . júní . Mark miðið með greiðslustöðuninni var að gera bankanum mögulegt að endurskipuleggja rekstur félagsins í samvinnu við kröfuhafa, en þetta var sú leið sem stjórnendur Straums höfðu ráðgert að fara áður en Fjármálaeftirlitið tók skyndi lega ákvörðun um að taka yfir bank­ ann .58 Sama dag og bankanum var veitt heim­ ild til greiðslu stöðvunar var 79 starfsmönn­ um hans sagt upp, þar af 38 á Íslandi og 41 í Bretlandi og Danmörku . Þá var tilkynnt að 45 starfs mönnum til viðbótar yrði sagt upp þá um vorið eða sumarið .59 Hinn 18 . apríl var Óttar Pálsson skipaður nýr forstjóri Straums í stað Willams Fall, sem sagði starfi sínu lausu sama dag og Fjármálaeftirlitið tók við valdi hluta­ hafafundar Straums . Svein Harald Øygard hefur greint frá því í samtali við höfund að brotthvarf Straums sem banka í fullum rekstri hafi aukið enn á erfiðleika fjármálakerfisins og torveldað lausnir aðkallandi vandamála þegar komið var fram á sumarið 2009 .60 Niðurstöður Af atburðarásinni hér að framan má ljóst vera að málefnalegar forsendur réðu ekki alfarið för hjá stjórnvöldum þegar ákveðið var að veita bankanum ekki frekari fyrirgreiðslu, líkt og fram kom í samtali starfsmanns viðskiptaráðuneytis við Óttar Pálsson, aðallögfræðing Straums . Í stað þess að koma Straumi til aðstoðar var gríðarháum upphæðum af opinberu fé varið til að bjarga öðrum fjármálafyrirtækjum, sem flest hver eru horfin yfir móðuna miklu . Segja má að alþjóðlega fjármálakreppan hafi verið hvað 57 „Skiptameðferð eðlilegri en yfirtaka á Straumi .“ Vísir.is, 9 . mars 2009 . 58 „Slitastjórn Straums skipuð .“ Mbl.is, 12 . maí 2009 . 59 „Straumur segir 79 starfsmönnum upp .“ Mbl.is, 19 . mars 2009 . 60 Svein Harald Øygard, viðtal 17 . desember 2009 .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.