Þjóðmál - 01.06.2010, Side 33

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 33
 Þjóðmál SUmAR 2010 31 Tiltók hann sérstaklega í samtalinu að höfund ur skyldi síður vísa í upplýsingalögin . Sá er þetta ritar féllst á að bíða, enda hafði seðla­ bankastjórinn gert undirrituðum ljóst að ella yrði honum alfarið neitað um aðgang að gögnum . Undir rituðum var alvarlega misboðið við svo þótta fulla framkomu sem vart getur samræmst yfir lýs ingum ráðamanna um nauðsyn vandaðr ar máls meðferðar og faglegra vinnubragða í opin­ berri stjórnsýslu . Formlegt svar barst með bréfi dag settu 30 . apríl 2009 . Þar hafnaði Már alfarið að veita aðgang að nokkrum gögnum og beitt var sömu rök semdafærslu og í fyrri svar bréfum, þ .e . að bank inn væri bundinn trúnaði gagnvart við­ skipta mönnum sínum . „Að þjóna almenningi frá morgni til kvölds“ Undirritaður óskaði einnig eftir gögnum í forsætisráðuneyti, en mjög dróst að fá svar frá Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðu neytisstjóra og var beiðnin því ítrekuð með bréfi dagsettu 25 . október . Fáeinum dögum síðar, eða hinn 9 . nóvember, birtist frétt á vefmiðlinum Vísi þar sem rætt var við Ragn hildi . Nefndi hún í fréttinni þá skyldu stjórn sýslunnar „að þjóna almenningi frá morgni til kvölds“ . Ræddi hún meðal annars um það markmið stjórnvalda að bæta aðgengi almenn ings að gögnum innan stjórnsýslunnar .71 Á sama tíma heyktist ráðuneyti þessa sama ráðu neytis stjóra á að veita þeim er þetta ritar einfalt svar við því hvort tiltekin gögn væru til í vörslu ráðuneytisins . Hinn 16 . nóvember kærði höfundur til úrskurðarnefndar um upp lýs ingamál þann óhæfilega drátt sem orðið hafði á svari forsætisráðuneytis .72 Friðgeir Björns son, formaður úrskurðarnefndar um upp ­ lýsingamál, áminnti í framhaldinu ráðu neyt is­ stjóra forsætisráðuneytisins vegna þessa dráttar með bréfi dagsettu 18 . nóvember 2009 og beindi þeim tilmælum til ráðuneytisstjóra að afgreiða erindi höfundar svo fljótt sem verða mætti og 71 „Þarf að breyta viðhorfi til stjórnsýslunnar .“ Visir.is, 9 . nóvember 2009 . 72 Kæra höfundar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og bréf til Ragnhildar Arnljótsdóttur, dags . 16 . nóvember 2009 . eigi síðar en 27 . nóvember .73 For sæt isráðuneytið varð við umvöndunum nefndarinnar og svaraði höfundi með bréfi dagsettu 19 . nóvember . Þar kom fram að engin gögn varðandi umrætt mál væri að finna í vörslu ráðuneytisins .74 Nokkurn tíma tók höfund að nálgast gögn viðskiptaráðuneytisins viðvíkjandi þessu máli, en höfundur ítrekaði beiðni sína í tvígang með tölvupósti . Með svarbréfi ráðuneytisisins fylgdu tvö skjöl er ekki komu höfundi að neinu gagni, en í bréfi ráðuneytisins er þetta orðað svo: „Meðfylgjandi eru ljósrit þeirra samskipta sem átt hafa sér stað á milli ráðuneytisins og Straums­ Burðaráss og eru í skjalasafni ráðuneytisins .“75 Samræmdur framburður ráðuneyta Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var innt ur álits á því í samtali við Fréttablaðið hinn 13 . mars 2009 hvers vegna sú leið hefði verið farin að setja skilanefnd yfir bankann í ljósi þess að föstudaginn 6 . mars hefði legið fyrir samkomulag bankans og stærstu lánar­ drottna um framlengingu lána . Gylfi svaraði fyrirspurn blaðamanns svo: „Ég veit ekki til þess að ráðuneytið hafi vitneskju um þetta“ og átti hann þar við viðskiptaráðuneytið .76 Þessi athugasemd Gylfa leiðir aftur hugann að því að í ráðuneyti hans finnst aðeins eitt bréf frá áramótum er varðar Straum­Burðarás, en það er bréf ráðuneytisins til Straums, dagsett 20 . febrúar og fjallar um frystingu svokallaðra myntkörfulána .77 Vegna þeirra margbrotnu mála er snertu Straum­Burðarás á umræddu tímabili og komu á borð stjórnvalda verður að líta svo á að alvarleg brotalöm sé í skjalavörslu efnahags­ og viðskiptaráðuneytisins, sem og fleiri ríkisstofnana . 73 Bréf Friðgeirs Björnssonar til Ragnhildar Arnljótsdóttur, dags . 18 . nóvember 2009 . 74 Bréf Ragnhildar Arnljótsdóttur og Ágústs Geirs Ágústs­ sonar til höfundar, dags . 19 . nóvember 2009 . 75 Bréf Kjartans Gunnarssonar og Helgu Halldórsdóttur til höfundar, dags . 19 . nóvember 2009 . 76 „Straumur samdi við kröfuhafa í síðustu viku .“ Fréttablaðið, 13 . mars 2009 . 77 Bréf Jónínu S . Lárusdóttur og Valgerðar Rúnar Benediktsdóttur til Straums­Burðaráss, dags . 20 . febrúar 2009 . Skjalasafn efnahags­ og viðskiptaráðuneytis .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.