Þjóðmál - 01.06.2010, Side 59

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 59
 Þjóðmál SUmAR 2010 57 aðgerða sem forðað gætu gjald eyri smarkaðnum frá algeru hruni . Á sama tíma hækkaði skulda­ trygg ingarálag innlendra fjármálastofnana mikið . Auk þess hvarf vaxtamunur á markaði fyrir gjaldeyris skiptasamninga, sem táknaði í raun að sá markaður var hruninn . Erlendir mót aðilar reyndu að losna við mótaðilaáhættu á íslensku bankana en takmarkað framboð á ríkis­ skuldabréfum gerði það að verkum að eina leiðin sem þeim var fær var að selja krónur og forða sér . Skýr tengsl eru á milli gengisþróunar krónunnar og trúverðugleika bankanna . Brýnt var því að koma á stöðugleika á gjald eyrismarkaði, svo fjármálastofnanir fengju færi á að vinna sig út úr lausafjárþrönginni . Dýpkun gjaldeyrismarkaðar var einnig ein af forsendum þess að innlendir bankar gætu orðið sér út um erlent fjármagn, enda aðgangur þeirra að lausafé bundinn við íslenskar krónur . Seðlabankinn hóf því útgáfu innstæðubréfa og ríkissjóður ákvað á sama tíma að auka útgáfu ríkisbréfa til skamms tíma . Erlendir aðilar keyptu stærstan hluta þessara bréfa og tímabundinn stöðugleiki myndaðist á gjaldeyrismarkaði . Í apríl og maí tók bjartsýni nokkuð að aukast á innlendum og erlendum markaði . Hagspekingar og greiningarmenn víða um veröld voru ekki frá því að hið versta kynni að vera yfirstaðið . Seðlabankanum þótti þó tæpt að trúa því . En bankinn hélt áfram viðleitni sinni til að stuðla að gjaldeyrisstöðugleika . Hann gaf út innstæðubréf fyrir 75 milljarða króna í apríl og bætti sömu upphæð við í júní . Ríkissjóður jók útgáfu sína á ríkisbréfum um 86 milljarða frá sama tíma í samræmi við áður kynnta áætlun . Það er alkunna að útgáfa innstæðubréfa og ríkisbréfa dregur laust fé út úr bankakerfinu og inn í seðlabankann . Við aukinni lausafjárþröng bankakerfisins þurfti því að bregðast með aukinni fyrirgreiðslu í gegnum daglán og veðlán bankans . Hefðu veðlánareglur Seðlabankans verið hertar á þessum tímapunkti hefði sú aðgerð vafalaust riðið bankakerfinu að fullu . Enn verður að hafa það í huga að þótt Seðlabankinn væri lengi búinn að vera svartsýnn og vara við því hvernig mál væru að þróast og að mikil hætta væri á að illa færi ef ekkert yrði að gert, leit hann á það sem lagaskyldu sína að veita fjármála­ og peningakerfinu sinn atbeina til að haldast gangandi eins og fært væri . Því ekki mátti gefa frá sér vonina um að þessar þrengingar kynnu þrátt fyrir allt að vera tímabundnar . Það er því mjög óviðeigandi og jafnvel óheiðarlegt að gefa til kynna að þessi viðleitni bankans til að halda lífinu í þjáðu kerfinu stangaðist á við ugg hans um að endalokin kynnu að verða ill, ugg sem fór vaxandi dag frá degi frá miðju ári 2007 . Seðlabankinn hafði engar upplýsingar sem hægt var af hans hálfu að sannreyna um að gæði eigna bankanna væru ekki þau sem sagt var og virtustu alþjóðlegu endurskoðunarstofur landsins staðfestu og Fjármálaeftirlitið, með allar sínar heimildir, efaðist aldrei um í sam töl um sínum við Seðlabankann . Aðgerðir Seðla bank­ ans gátu því ekki gengið út frá öðru en því að um lausafjárvanda væri að ræða . Nefndin, sem bréfið sendir til mín, á fremur að leita að sann­ leika en sök, samkvæmt þeim lögum sem hún undirgekkst . Öll hennar viðleitni virðist hins vegar fyrst og fremst ganga út á að finna fremur sök en sannleika, og hlýtur hún að líta í eigin Skuldin sem bókfærð er á Seðlabankann, og ríkið greiðir þessari stofn un sinni með skuldabréfi, fríaði ríkissjóð frá því að leggja sambærilega upphæð inn í nýju bankana eins og Fjármálaeftirlitið hafði tilkynnt Seðlabankanum með bréfi . Með breyttri forgangsröðun krafna, dregur ríkis sjóð ur úr framlögum sínum til tryggingar inni stæðna í samræmi við loforð hans, og lætur vís vitandi hluta af því hagræði lenda á sínum eigin seðlabanka . Ríkissjóður „tapar“ því engu fé og Seðlabankinn getur eftir sem áður sinnt hlutverki sínu hnökralaust .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.