Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 67

Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 67
 Þjóðmál SUmAR 2010 65 Innistæðutryggingasjóðinn áður en þau ætluðu í fullkomnu heimildarleysi að axla ábyrgð á stórkostlegum byrðum sem viðskiptamenn einkafyrirtækja töldu sig mega setja á íslenska skattgreiðendur . 5 . og 6 . töluliður sama kafla Við mat á eftirfarandi skýringum ber að hafa í huga, það sem áður er komið fram um raun­ verulega stöðu Glitnis . „Glitnishelgin“ var því ekki gerandi í því að bankakerfið féll . Um þá helgi og dagana á eftir var hin raunverulega staða eingöngu að skýrast . Seðlabankinn hafði lengi haft af því áhyggjur að bankakerfið væri ekki eins burðugt og gortað var af og ítrekað birtist í endurskoðuðum reikningum, sem Fjár­ málaeftirlitið vefengdi ekki . Á þessum fyrstu vikum októbermánaðar árið 2008 kom því miður í ljós að þessar áhyggjur Seðlabanka Íslands höfðu verið á rökum reistar . Bankarnir höfðu þá bersýnilega verið notaðir um langa hríð með grófasta hætti sem eins konar þrauta varalánastofnanir fyrir yfirskuldsett og margveðsett fyrirtæki helstu eigenda banka nna og nánustu viðskiptafélaga þeirra . Rekstrar­ og eignagrundvöllur þeirra var því hrun inn löngu fyrir þann tíma, sem í almennri umræðu og í þessum skýringum hafa verið kallaðir hrundagarnir . Þessari stöðu verður helst líkt við að læknar „opni“ sjúkling með krabba­ meins einkenni og verði þegar ljóst að hann var fyrir löngu dauðanum helgaður, og engin læknisúrræði geri framar gagn . Hér er fjallað um þá atburði sem urðu eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformað ur Glitnis banka óskaði eftir fundi með for manni bankastjórnar Seðlabankans 25 . september 2008 . Hann tók aðspurður fram, er hann bað símleiðis um þennan fund daginn áður, að hann vildi hitta formann bankastjórnarinnar einan en ekki bankastjórnina alla . Ekki var því fyrirfram vitað af hvaða stærðargráðu málið var . Þegar svo var komið á þessu tveggja manna tali að ekki varð öðru vísi skilið en að bankaráðsformaðurinn taldi að greiðslufall yrði líklegast hjá bankanum innan örfárra vikna og þegar nefnt var hvaða fjárhæðir þyrftu til að koma, vildi formaður bankastjórnar ekki lengur sitja slíkan fund einn . Bankastjórnin kom því öll á fundinn . Þegar lýst hefur verið yfir af ábyrgum aðila að slík aðstaða sé upp komin virðist líklegt að stofnun hans muni innan tíðar leita formlega eftir þrautavaraláni frá seðlabankanum . Þrauta­ varalán eru hins vegar jafnan skilgreind sem lán í gildandi mynt viðkomandi lands, enda get ur seðlabanki í krafti einkaréttar síns til pen inga­ prentunar haft ríkulegt svigrúm til slíks án tillits til eiginfjárstöðu sinnar . En þegar óskir forráðamanna Glitnis skýrðust kom fram að þreifingarnar beindust ekki að láni í íslenskri mynt heldur var hugmyndin að fá drjúgan hluta gjaldeyrisforða þjóðarinnar lánaðan, og tekið var fram að sú aðgerð gæti hugsanlega hjálpað bankanum út árið og framhald allt væri fullkominni óvissu háð . Ekki væri hægt að segja neitt til um hvenær mætti vænta að slíkt lán yrði endurgreitt, yrði það veitt . En bankinn sagðist ef til kæmi geta boðið fram bestu veð sín til tryggingar skuldinni, veð sem væri ekki hægt að draga í efa að myndu halda þótt hrikti í öðru . Bankastjórn var ljóst að slíkt mál yrði ekki leitt til lykta án náins samráðs við ríkisstjórnina . Helstu forystumenn ríkisstjórnarinnar voru staddir erlendis þegar þessa raun virtist vera að bera að Seðlabankanum . Eftir símtöl þar sem alvöru málsins var lýst hröðuðu menn sér heim . Samráð við ríkisstjórnina fór fram, eins og nefndinni er kunnugt . Þegar það ferli var í gangi kom allt í einu tilkynning frá hinum nauðstadda banka, að hin góðu áreiðanlegu veð, sem nefnd höfðu verið, lægju reyndar ekki á lausu, eins og allir æðstu menn hans höfðu þó gefið til kynna . Og nú voru nefnd til sögunnar veð, sem reyndir menn á því sviði í bankanum sáu í sviphendingu að voru miklu mun lakari enda þekktu þeir til sumra þeirra, sem áður hafði verið úrskurðað að uppfylltu ekki skilyrði bankans . Það er rannsóknarefni hvort bankinn hafi viljandi leikið þennan leik, til að reyna fyrst að tryggja jákvæð svör í krafti hinna góðu veða, og reyna svo að halda þeirri niðurstöðu eftir að þau væru úr sögunni, í krafti lélegra veða, á meðan klukkan gekk á bankann og stjórnvöld . Það er næsta ótrúverðugt að stjórnendur bank­ ans hafi ekki vitað um stöðu þessara veða,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.