Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 68

Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 68
66 Þjóðmál SUmAR 2010 sem þeir töldu afbragð annarra . Bankastjórn taldi strax við fyrstu skoðun að ábyrgðarlaust hættuspil væri að lána við þessar aðstæður svo stóran hluta gjaldeyrisforðans gegn ótryggum veðum til banka, sem sjálfur teldi slíka aðstoð eingöngu duga til mjög skamms tíma . Ekki var ágreiningur um það við ríkisstjórn . Ríkisstjórnin ákvað hins vegar að bjóðast til að leggja fram nýtt hlutafé, á móti því að eignarhlutur eigenda yrði skrifaður mikið niður og eigið fé bankans kæmi þannig á móti framlagi ríkisins, en eigendur töpuðu drjúgum hluta af hlutdeild sinni í eigin fénu bótalaust . Þessi aðferð við stuðning við bankakerfi í neyð af hálfu ríkisvalds var í raun þegar orðin regla austan hafs og vestan . Undir þessum tölulið nefnir nefndin einnig til sögunnar athugunaratriði, sem hlýtur að vekja verulega undrun . Þar er getið um samantekt í bank anum, svo kallaða „Svarta bók“ sem banka stjórn lét taka saman í því skyni að undirbúa sig undir það ef allt færi á versta veg . Ætla mætti að sú ákvörðun verðskuldaði hrós fremur en annað . Þessi samantekt gat aldrei bundið bankastjórn ina sjálfa ef neyðarástand kæmi upp, þótt það hafi vissulega verið til góðs gagns að hafa áður gengið í gegnum slíka kortlagningu . Um „svörtu bókina“ segir í inngangi hennar: „Starfsreglum þessum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir starfshóp SÍ . . .“ og síðar: „Starfsreglunum er ætlað að vera stuðningstæki starfshópsins við mótun tillagna til bankastjórnar . . .“ Svörtu bókinni var þannig ekki einu sinni ætlað að vera bindandi fyrir undirmenn bankastjórnarinnar og hvað þá bankastjórnina sjálfa . Þessi „gátlisti“ reyndist ágætt hjálpargagn . Þannig var fyrirkomulag sam ráðs við aðrar fjármálastofnanir sótt í þennan „gátlista“ svo og fréttatilkynningar sem sendar voru út og margt fleira . Ekki er vafi á að þessi fyrirhyggja auðveldaði alla málsmeðferð í hinu mikla tímahraki . Þeir menn í starfshópi þeim sem nefndur er til sögunnar og voru tiltækir unnu vel fyrir bankann þessa yfirþyrmandi daga . Ef þessi athugasemd er tekin alvarlega þá er rétt að átta sig á að engin formleg beiðni um þrautavaralán var komin fram . Skilyrði „Svörtu bókarinnar“ um tiltekin viðbrögð voru því tæpast fyrir hendi . Seðlabankinn hefði stofnað til mikils óróleika, jafnvel upplausnar, ef hann hefði farið fram úr sjálfum sér og látið sem formleg beiðni um þrautavaralán hefði borist, áður en það hafði raunverulega gerst . Að öðru leyti verður ekki komist hjá að segja, að varla getur nokkrum heilvita manni komið í hug, að það hafi skipt einhverju, hvað þá sköpum, um bankahrun hvort menn hefðu verið að rita ýtarlegar fundargerðir, skrifa hver öðrum bréf, kalla saman starfshópa og láta gera skýrslur þessa örlagaríku klukkutíma . Sama verður að segja um hugleiðingar nefndarinnar um að notast hefði átt við tiltekið eyðublað þegar svona var komið! Flest benti til að neyðarástand kynni að vera í uppsiglingu þar sem menn urðu að bregðast fljótt við aðstæðum og upplýsingum sem breytt ust ört . Lýsingar á atburðarás í Bretlandi, Banda ríkj unum og víða í Evrópu ríma algjörlega við það sem hér var að gerast og hvaða viðbrögð hægt var að viðhafa . Þetta var ekki æfing í stjórn sýslu fræðum, þar sem menn geta tekið sér ómældan tíma í að sinna hverju smáatriði og skjöplast hvergi í skriffinnskunni . Það verður að segja það eins og það er, að það vekur mikla undrun ef nefndarmenn, sem hafa haft heilt ár í að rýna í þessa atburðarás, átta sig ekki enn á því álagi sem var á fólki þessa örlagaríku daga . Þá var þýðingarmest að tími þess væri eingöngu Að öðru leyti verður ekki komist hjá að segja, að varla getur nokkrum heilvita manni komið í hug, að það hafi skipt einhverju, hvað þá sköpum, um bankahrun hvort menn hefðu verið að rita ýtarlegar fundargerðir, skrifa hver öðrum bréf, kalla saman starfshópa og láta gera skýrslur þessa örlagaríku klukkutíma . Sama verður að segja um hugleiðingar nefndarinnar um að notast hefði átt við tiltekið eyðublað þegar svona var komið!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.