Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 71

Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 71
 Þjóðmál SUmAR 2010 69 En nefndin bætir við þeirri röksemdafærslu undir þessum tölulið, að þar sem „endur­ skoðandi Seðlabanka Íslands [gat] á einum degi aflað sér gleggri upplýsinga um stöðu Glitnis banka hf .“ og svo framvegis . Þótt starfsheiti Stefáns Svavarssonar hafi verið endurskoðandi Seðlabanka Íslands var hann eini starfsmaður bankans, sem heyrði ekki undir bankastjórnina heldur beint undir bankaráðið, sem kosið var af Alþingi . Þegar þarna var komið hafði ríkisstjórnin fyrir hönd ríkisins gert tilboð í meirihluta hlutafjár í Glitni og stjórn og helstu eigendur bankans lofast til að styðja það tilboð á hluthafafundi . Við þær mjög svo sérstöku aðstæður var ekki óeðlilegt að því væri beint til Stefáns að hann óskaði eftir að fá skyndiskoðun á nokkrum þáttum . Stefán Svavarsson var fulltrúi ráðs sem kosið var af Alþingi og var í sérstöku starfssambandi við Ríkisendurskoðun . Seðlabankinn hefði aldrei fengið á meðan að þessi banki var í einkaeigu að kynna sér innri mál hans öðru vísi en með beiðni um að fá lögmætar upplýsingar sendar frá bankanum . Og samkvæmt lögmætisreglunni mátti hann heldur ekki krefjast þess . Slík innri skoðun var í verkahring Fjármálaeftirlitsins . Þannig að þessi „hugleiðing“ fær bersýnilega ekki staðist . Þótt þær upplýsingar sem Stefán Svavarsson aflaði kæmu bankastjórninni vissulega á óvart kom á daginn þegar þær voru bornar upp við Fjármálaeftirlitið að það hafði allar þessar upplýsingar . Fjármálaeftirlitið hafði hins vegar túlkað til dæmis spurninguna um það, hvaða lán væru til skyldra aðila og hver ekki, með hætti sem kom Seðlabanka Íslands algjör lega í opna skjöldu . Hér virðist sem sagt til „athugunar“ hvort Seðlabankinn hefði átt að túlka miklu rúmar tiltekið lagaákvæði, sem bankarnir höfðu margoft sýnt að þeir sam­ þykktu ekki að næði til annars en hinnar al­ mennu upplýsingasöfnunar sem lög fólu og heim iluðu Seðlabankanum að annast . Vegna töluliðar 8 Það var auðvitað svo að hver einasti maður, sem tók þátt í undirbúningi eða var viðstaddur þeg ar ríkisstjórnin tilkynnti ákvörðun sína, gerði sér ljóst að á miklu ylti hvort trúverðugleiki myndi ríkja um þessa ákvörðun . Þetta var oft rætt á þeim sameiginlegu fundum, sem fram fóru, meðal annars af öllum seðlabankastjórunum . Þáverandi forsætisráðherra fjallaði einnig um þessi atriði þar . Hann er menntaður hagfræðingur, með 6 ára starfsreynslu úr Seðla­ banka Íslands . Þekking hans á þessum sviðum kom glöggt fram í orðum hans á hinum sameiginlega fundi . Það var því sameiginlegt mat að trúverðugleiki skipti miklu . Gert var ráð fyrir að í aðgerðina yrði ekki farið nema stjórn og allir stærstu hluthafar styddu hana, sem þeir staðfestu allir skriflega fáeinum stundum síðar . En trúverðugleikinn hrundi, þegar stærsti eig­ andi bankans ákvað, þrátt fyrir yfirlýst samþykki sitt, að hefja áróðursherferð gegn aðgerðinni og hafði greiðari leið til til þess en aðrir menn, af alkunnum ástæðum . Jafnframt lét hann hjá líða að boða hluthafafund, þrátt fyrir loforð um það . Ekkert atriði annað dró jafnmikið úr trúverðugleika aðgerðarinnar . Þetta gat ríkis­ stjórnin ekki séð fyrir, eftir að framangreint samþykki lá fyrir og enginn annar aðili sem að málinu kom . „Hugleiðing“ nefndarinnar um að Seðlabankinn hefði átt um þessa helgi að leggja fram skriflegt mat og gera stjórnvöldum skriflega grein fyrir því að árangur af hugsanlegum að­ gerðum þeirra ylti aðallega á trúverðugleika, er æði sérkennileg . Þetta voru alkunn sannindi í augum þeirra sem þarna komu að ákvörðunum . Undir þessum tölulið segist nefndin hafa „til at hug un ar“ hvort Seðlabanki Íslands hefði átt að afla sér upplýsingar milli­ liðalaust á grund velli 1 mgr . 29 . laga nr . 36/2001 . Sú grein veitir Seðlabankanum engar slíkar heim ildir umfram hefðbundna hagtalnaöflun og upp lýs ingasöfnun af því tagi .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.