Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 79
 Þjóðmál SUmAR 2010 77 skilning á þessu . Þessi grein er í kaflanum um starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja erlendis . Hvergi í þeim kafla er Seðlabankanum ætlað hlutverk eða veitt vald . Mjög óviðeigandi er og ófaglegt að nefndin skuli teygja sig með þess um hætti til að gefa í skyn að valdsvið Seðla bank­ ans sé annað en það er, ellegar að hann hefði átt gagnstætt lögum að grípa til aðgerða sem hann hafði alls ekki lagaumboð til . Þá virðist einnig undir þessum tölulið vera með æði torskildum hætti til athugunar hvort fella megi ábyrgð sem tengdist skuldbindingum trygg­ ingasjóðs innstæðueigenda með einhverjum hætti á Seðlabankann og stjórnendur hans . Það er ekki hægt, þótt reynt sé . Virðast þessar vangaveltur eiga að fá stoð í því, að kæmi til þess að tryggingasjóðurinn yrði að greiða út vegna hugsanlegra krafna út af Icesave yrði að breyta innlendum eignum hans yfir í gjaldeyri, og þar sem gjaldeyrisforði væri á ábyrgð Seðlabanka Íslands væri þetta hugsanlega orðið hans mál . Þessi nálgun getur auðvitað ekki gengið . Og því til viðbótar voru heildareignir tryggingasjóðsins af þeirri stærð að þótt þær hefðu allar verið greiddar út í erlendu fé, hefði það gerst á markaði og hefði ekki snert gjaldeyrisvarasjóðinn neitt . Þannig að þessar hugleiðingar hafa hvergi handfestu . 4 Þessi töluliður virðist byggja á því að tiltekið bréf frá Landsbanka Íslands, dagsett 5 . ágúst 2008, hefði mátt vekja hjá bankastjórn mikinn ugg . Áhyggjur bankastjórnar voru löngu komnar fram eins og nefndin hlýtur að fara nærri um og hið tilvitnaða bréf var ekkert sérstakt innlegg í þá mynd . Hvernig það gat leitt til vangaveltna um mistök og vanrækslu er ofar öllum skilningi . 5 Töluliðir 5 til og með 8 í skýrslunni snúa að svokölluðu „Glitnismáli“ eða „Glitnis­ helgi“ eins og atburðarásin um mánaðamótin september/október 2008 hefur verið kölluð . – Í tölulið 5 er rætt sérstaklega um vinnu­ áætlun sem bankastjórn lét taka saman sem innanhússtarfsáætlun . Var það hluti af marg­ vís legri viðleitni bankastjórnarinnar til að búa sig undir hið óvænta, en þó það sem fjarri því væri óhugsandi að gæti gerst . Ekki var verið að semja handrit að atburðarás, sem bankastjórnin sjálf gat ekki vikið frá, hvenær sem var, ef það tryggði að rétt væri brugðist við því sem upp kæmi . Sérstaklega er tekið fram í plagginu að það sé ætlað til leiðbeiningar fyrir starfsmenn, sem gera tillögur til bankastjórnar . Slík vinna og áætlanagerð gat aldrei bundið hendur banka­ stjórnarinnar . Nefndin ræðir sérstaklega hvað þessi innanhússáætlun byggði á að gert væri eftir að beiðni um þrautavaraaðstoð væri fram komin . Eins og rakið er í skýringum og ítrekað verður hér á eftir hafði engin slík beiðni verið formlega lögð fram, enda er ekki kunnugt um að bankaráð Glitnis hafi samþykkt að leggja fram slíka beiðni . Hins vegar fóru fram þreifingar með mikilli leynd sem bentu ótvírætt til að sú stund kynni að vera ekki langt undan . Þannig að ef menn áttu að taka viðbragðsáætlunina sem bindandi plagg, sem er fráleitt, þá var ekki tímabært samkvæmt því sama plaggi að kalla þann starfshóp saman sem í voru embættismenn bankans sem bankastjórnin hafði greiðan aðgang að í hvaða formi sem var, hvenær sem var . Ég hef einnig efasemdir um að skortur á notkun þess tiltekna eyðublaðs, sem nefndin getur sérstaklega um, hafi haft veruleg áhrif á örlög íslensku bankanna . Varðandi 5 . töluliðinn, sem fjallar um ótrúlegt smælki, ekki síst þegar höfð er hliðsjón af því viðfangsefni sem við var að fást, gildir enn að þau lög sem Alþingi fól nefndinni að huga sérstaklega að hvort Í slenski seðlabankinn beitti veðlánareglum sem voru algjörlega sambærilegar við reglur Evrópska seðlabankans, að öðru leyti en því að reglur þess íslenska voru að nokkru þrengri .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.