Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 87

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 87
 Þjóðmál SUmAR 2010 85 Jón Ríkharðsson Íslenska þjóðin Hér á landi búa tvær þjóðir, íslenska þjóðin, þ .e . flestir landsmenn, og svo minni hluta­ hópur sem kallar sig „þjóðina“ . „Þjóðin“ hleypur um allt og mótmælir gildandi reglum, ræðst á alþingi og dómstóla, eins og ekkert sé sjálfsagðara, og heimtar að vera ekki dæmd fyrir glæpina . „Þjóðin“ er nefnilega ekki íslensk, þó hún hafi fæðst á Íslandi . Íslenska þjóðin barðist í aldanna rás við óblíð náttúruöfl, sjúkdóma og mikinn barnadauða . Íslenska þjóðin gafst ekki upp, hún mótmælti ekki, heldur gekk með sorg í hjarta og dirfsku í huga mót örlögum sínum, í þeirri von að sigur næðist að lokum . Og við, íslenska þjóðin, njótum nú góðs af þeirri ofurmannlegu baráttu sem forfeðurnir háðu . Menn hertust mann fram af manni og sannfærðust um að ekkert væri ómögulegt . Íslenska þjóðin náði svo þeim undraverða árangri að mynda hér sjálfstætt lýðveldi fyrir sextíu og sex árum tæpum . Og ekki bara það, heldur bjó hin íslenska þjóð til fyrirmyndar heilbrigðiskerfi, þar sem ungbarnadauði er nær óþekktur og flestir geta fengið bót sinna meina . Það skiptir mestu máli, því lífið og heilsan er þrátt fyrir allt, það dýrmætasta af öllu . Íslenska þjóðin vill frelsi, fulltrúar íslensku þjóð arinnar innleiddu frelsi . Það var öllum til góðs . Frjáls markaður er forsenda vel sældar . En við þurfum að læra að lifa við frelsi, það krefst tíma og fyrirhafnar . Í stuttu máli, þá sam an­ stend ur frjáls markaður í sinni einföldustu mynd af tveimur aðilum, kaup anda og seljanda . Báðir hafa jafnmikil áhrif á verð myndun, þannig að ef menn kaupa of dýrt, þá er það þeim sjálfum að kenna . Það er höfuð kostur frjáls markaðar, en það tekur tíma að fínstilla hann . Hrunið varð okkur flestum sársaukafullt, því er ekki að neita . En ef við höldum á lofti baráttuvilja íslensku þjóðarinnar, þá stöndum við sterkari eftir en áður . Vinstri stjórn virkar sem pólitískt fárviðri . Í slíku veðri er lítið hægt að framkvæma, en frjóan huga fær engin vinstri stjórn stöðvað . Íslenska þjóðin stendur af sér fárviðrið með sóma og heldur áfram að byggja upp drauma sína og finna þeim farveg . Við sem höfum farið frá því að vera eitt af fátækustu ríkjum veraldar í það að verða eitt það ríkasta getum auðveldlega staðið af okkur illviðrið pólitíska . Og ef við setjum hið pólitíska illviðri í sögulegt samhengi, þá er stormurinn sem örlítill goluþytur, í saman burði við veruleika forfeðra okkar . Við höfum þó allavega flest öll mat og húsaskjól og búum við góða heilbrigðisþjónustu . Í heiminum þurfa bæði að vera til gefendur og þiggjendur til að halda jafnvægi . Íslenska þjóðin hefur meiri möguleika á að þroskast og dafna, held ur en minnihlutahópurinn „þjóðin“ . „Þjóð­ in“ verður aldrei annað en þiggjandi í samfélag­ inu, stór hluti þessara einstaklinga hugsar aðeins um þægindin og hefur ekki nokkurn baráttu­ anda . Það er ekkert annað en aumingjaskapur að láta reiðina ná svo miklum tökum á sér, að fólk fremji lögbrot með því að ráðast að alþingi og dóm stólum . Reiðin þurrkar út allt sem heitir skyn semi . „Þjóðin“ trúir því að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafi kollkeyrt landið . Það voru bankamenn og útrásarvíkingar . Bank­ arnir nutu þess að ríkið hafði gott lánshæfis mat, þess vegna gátu þeir tekið öll þessi óhóflegu lán . En fortíðin kennir okkur að treysta frekar á vinnu og sparnað heldur en auðfengið lánsfé . Sú lexía er árangursrík og dýrmæt .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.