Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 91
 Þjóðmál SUmAR 2010 89 drauma og vonir, að allt sem við getum gert er að fálma eftir sannleikanum jafnvel þótt hann sé utan seilingar . (s . 70) Grein númer tvö (s . 71–118) ber yfirskriftina „Tilgátur og afsannanir“ og var upphaflega flutt sem fyrirlestur árið 1953 . Í þessari grein segir Popper frá glímu sinni við ráðgátur vísindaheimspekinnar . Hún er þannig að nokkru leyti heimspekileg sjálfsævisaga þar sem staldrað er víða við en tvö atriði fá þó mesta umfjöllun . Annað er svokallaður aðleiðsluvandi sem ekki er rúm til að skýra hér .3 Hitt er greinarmunur­ inn á vísindalegum kenning­ um og óvísindalegum sem Popper segir í því fólginn að vísindalegar kenningar sé hægt að hrekja eða afsanna – það sé hægt að tilgreina hvað þurfi að gerast eða hvaða niðurstaða þurfi að koma út úr mælingu eða tilraun til að kenningunni verði hafnað . Popper nefnir sálfræði Freuds sem dæmi um óvís inda lega kenningu því hún komi heim við allt sem getur gerst og sé því óhrekjanleg . Ef maður hrindir barni í vatn til að drekkja því, segir Popper, þá skýrir Freud það með því að segja að hann þjáist af bælingu og ef maður fórnar lífi sínu til að bjarga barni frá drukknun þá skýrir kenningin það líka með því að hann hafi öðlast göfgun (s . 74–5) . Það er sem sagt alveg sama hvaða hegðun okkur dettur í hug að lýsa, hún passar alltaf við kenninguna, svo kenningin útilokar ekkert og dregur þar með engin mörk milli þess sem getur gerst og þess sem ekki getur gerst . Popper tilgreinir fleiri óvísindalegar kenningar, t .d . stjörnuspeki og marxisma . Bókin dregur nafn sitt af heiti þriðju grein­ arinnar (s . 119–176), „Ský og klukkur: Um 3 Þessi vandi er útskýrður í 11 . kafla bókar minnar Í sátt við óvissuna (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2009) . nauðhyggju, brigðhyggju og frelsi manns ins .“ Hún var upphaflega flutt sem fyrirlestur árið 1965 . Í henni ræðir Popper um löggengi í náttúrunni, frelsi viljans og hvernig hugsunin getur verið sjálfstætt hreyfiafl . Hann heldur uppi vörnum fyrir kenningu um frelsi viljans og um að mannshugurinn sé sjálfstæður orsakavaldur . Einnig setur hann fram skemmtilegar hugmyndir um hvernig það reglubundna og það óreiðukennda spila saman í náttúrunni . Um sumt eru þessar hugmyndir undanfarar óreiðufræða og kenninga um flókin kerfi sem vöktu talsverða athygli tveim til þrem áratugum seinna . Það sem hann segir um hugsunina og hvernig hún lifir sjálfstæðu lífi er líka að sumu leyti undanfari kenningar um mím (meme) sem líffræðingurinn Richard Dawkins setti fram áratug síðar í bók sinni The Selfish Gene . „Lausn úr viðjum með atbeina þekkingar“ heitir fjórða greinin (s . 177–194) . Hún var upphaflega flutt sem útvarpserindi árið 1961 . Í þessari grein ræðir Popper um hvaða lærdóma megi draga af sögunni og leitar einkum í smiðju Kants, tekur undir rök hans fyrir hugsjónum upplýsingarstefnunnar og segir meðal annars: Að mínum dómi er það rómantíski skólinn og gagnrýni hans á upplýsinguna sem voru yfirborðsleg en ekki upplýsingin, jafnvel þótt nafn hennar hafi orðið samheiti fyrir grunnfærni . Kant og upplýsingin voru höfð að athlægi sem yfirborðsleg og einfeldningsleg fyrir að halda að lýðræðishugmyndin væri meira en skammvinnt sögulegt fyrirbæri . Og nú á dögum heyrum við aftur mikið um nauð synlegan hverfulleika þessara hugmynda . En í stað þess að útskýra nauðsynlegan hverf­ ul leika þeirra og spá yfirvofandi hnignun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.