Þjóðmál - 01.06.2010, Side 93

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 93
 Þjóðmál SUmAR 2010 91 Hann bendir líka á að góð vísindakenning er ólíkleg . Þetta kann að hljóma sem fjarstæða en er það ekki svo sem ljóst verður ef við hugleiðum einfaldara dæmi en heilar vísindakenningar, eins og til dæmis veðurspá . Spá sem sett er fram í frostakafla um miðjan vetur og segir ekkert annað en að það muni hlána einhvern tíma fyrir næstu verslunarmannahelgi er léleg spá . Hún er léleg meðal annars vegna þess hve sennileg og illhrekjanleg hún er . Hún er sönn nánast hvernig sem veðrið verður svo fremi ekki skelli á ísöld . Spá sem segir að frost haldist næstu tvo daga en á þriðja degi fari hitinn yfir frostmark og á fjórða degi upp í 5 gráður tekur hins vegar áhættu . Hún getur reynst röng vegna þess að hún segir eitthvað sem ekki er algerlega innantómt og sjálfsagt . Með öðrum orðum má segja að því meiri upplýsingar um veröldina sem staðhæfing, spá eða kenning felur í sér á því fleiri vegu geti hún reynst ósönn . Staðhæfing sem enginn atburður eða uppá­ koma getur mögulega hrakið gengst aldrei undir dóm reynslunnar og er því ekki framlag til neinna reynsluvísinda . Popper heldur því þó ekki fram að allar óprófanlegar staðhæfingar séu bull eða einskis virði . Þær geta að hans mati innifalið góðan boðskap eða merkilegar og frjóar hugmyndir . En vísindalegar geta þær ekki talist . Þessi lýsing á vísindum á best við um kenningar sem alhæfa um opið safn fyrirbæra . En sumar vísindalegar hugmyndir eru af öðru tagi . Tilgáta verkfræðings um að hægt sé að smíða vél með gefna eiginleika er staðfest ef honum tekst að smíða vélina . Það er því nokkur einföldun að líta svo á að öll vísindaleg iðja sé í því fólgin að setja fram alhæfingar og reyna að hrekja þær, enda leit Popper ekki svo á, heldur virtist hann telja að smíði og prófun kenninga sem fela í sér hrekjanlegar alhæfingar, myndaði kjarna raunvísindanna fremur en að öll vísindi snerust eingöngu um slíka kenningasmíð . Popper taldi raunar að vísindin væru eðlilegt framhald af viðleitni manna til að skilja veruleikann og að slík viðleitni væri mönnum í blóð borin . Sérstaða vísindanna er samkvæmt þessu ekki fólgin í því að vísindamenn beiti endilega öðru vísi aðferðum en annað fólk til þess að móta tilgátur . Það sem greinir vísindalega hugsun frá annars konar hugsun er einkum viðleitni til að gagnrýna og hrekja tilgátur . Í viðtalinu við Magee ræðir Popper um þetta efni: Á forvísindalegu stigi er okkur meinilla við að okkur kunni að skjátlast . Við ríghöldum því í getgátur okkar í lengstu lög . Á vísinda legu stigi leitum við skipulega að mistökum, að villum okkar . Þetta er stórkostlegast: Við erum vísvitandi gagnrýnin til þess að hafa uppi á villunum . Því er það að á for vísindalegu stigi er okkur oft sjálfum tortímt, útrýmt, ásamt kenningum okkar; við förumst með þeim . Á vísindalegu stigi reynum við skipulega að útiloka rangar kenningar – við reynum að láta þær deyja í okkar stað . Þetta er hin gagnrýna útilok unaraðferð . Það er aðferð vísindanna . Hún gengur út frá því að við getum skoðað kenningar okkar á gagnrýninn hátt – eins og eitthvað utan við okkur sjálf . Þær eru ekki lengur huglægar skoðanir – heldur hlutlægar tilgátur . (s . 218) Lýsing Poppers á þróun vísindalegrar þekk­ ingar minnir um sumt á kenningu Darwins um þróun lífsins . Kenning Darwins gerir ráð fyrir að stofnar lífvera leysi vandamál, bregðist til dæmis við breytingum á umhverfi eða fæðuframboði, með því að fæða af sér mörg ólík afkvæmi . Þau sem eru best fær um að þrauka við hinar nýju aðstæður lifa af og geta næstu kynslóð . Æxlun og erfðabreytingar eru handahófskenndar tilraunir sem ýmist duga eða drepast . Tilgátur vísindamanna gera líka ýmist að „duga eða drepast“ og ef vísindamennirnir eru í raun og veru gagnrýnir í hugsun og skynsemin ræður afstöðu þeirra þá „drepast“ þær kenningar sem tekst að hrekja með gildum rökum . Eins og fyrr segir var Popper frumkvöðull í vísindaheimspeki og með þeim fyrstu til að takast á við byltinguna í eðlisfræði á fyrstu áratugum tuttugustu aldar . Af eftirmönnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.