Þjóðmál - 01.06.2010, Page 101

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 101
 Þjóðmál SUmAR 2010 99 skáldjöfurs Benediktssonar, á fyrstu áratugum 20 . aldarinnar . Á Íslandi tókust á einkaeignarsinnar og sam eignarsinnar, eins og í öðrum löndum á 20 . öld . Sameignarsinnar klofnuðu hér sem annars staðar í lýðræðisfélagshyggju og einræðisfélagshyggju . Sameignarsinnar og áhangendur þeirra einangruðu landið efna­ hagslega með haftabúskap í þrjá áratugi, frá 1930–1960 . Á því skeiði urðu nánast engar erlendar fjárfestingar í landinu, og at­ vinnulífið var drepið í dróma forræðishyggju stjórnmálamanna og embættismanna . Við­ reisnarstjórnin, 1959–1971, hóf strax á ferli sínum að kanna vilja erlendra iðnrekenda til verulegra fjárfestinga á Íslandi . Þegar fréttir bárust um, að samningar við sviss­ neska félagið Alusuisse um álver í Straums­ vík væru að takast, ætlaði allt af göfl­ unum að ganga . Alþýðubandalagið (for veri Vinstri hreyfingarinnar græns fram boðs og Samfylkingar) umturnaðist og Fram­ sóknarflokkurinn rak harða andstöðu stefnu gegn samningum um Íslenzka álfélagið, sem eiga skyldi og starfrækja álver í Straumsvík við Hafnarfjörð . Viðreisnarstjórnin, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, barðist fyrir að færa Ísland til nútímans . Þvermóðska aftur­ haldsafla þess tíma var réttlætt með meintri hættu, sem Íslendingum gæti stafað af erlendu eignarhaldi á atvinnurekstri í landinu . Þessi öfgafulli áróður var áfram rekinn eftir hrun síldarstofnsins og útflutningstekna 1967 og þrátt fyrir mjög bágborið atvinnuástand og landflótta af þessum sökum . Alþýðubanda­ lagið og forverar þess, Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn, og þar áður Kommúnistaflokkur Íslands, höfðu alla tíð smjaðrað fyrir og flaðrað upp um hinar vinn­ andi stéttir, þó að verkalýðsstéttirnar vildu eðlilega lítið af þeim vita . Aðalstuðningslið róttækrar félagshyggju kom úr hópi há skóla­ fólks og opinberra starfsmanna, vernd aðs vinnuumhverfis draumórafólks án skiln ings á efnahagslegum staðreyndum verðmæta­ sköpunar sem undirstöðu velmegunar . Þó að vitað væri, að um ¾ vinnuaflsþarfar álversins mundi verða sótt í raðir verkamanna (hlutfallið er um 60% nú), þá hömuðust vinstri menn samt gegn þessum nýju at­ vinnu tækifærum hinna vinnandi stétta . Þar véku hagsmunir íslenzkra launþega fyrir flokkshagsmunum, en lína hafði komið frá Leonid Brezhnev, aðalritara, í Kreml um að hindra með öllum tiltækum ráðum, að Ísland tengdist alþjóðlegu auðvaldi með stórfelldri raforkusölu því til handa . Átti þessi barátta að njóta forgangs umfram baráttuna við hersetu Bandaríkjamanna . Slegið var óspart á þjóðernislega strengi Íslendinga í því augnamiði að sverta sviss­ neska fjárfestinn í augum landsmanna sem einhvers konar nútímalegan nýlendukúgara . Dregin var upp dökk mynd af vinnustaðnum og skrattinn málaður á vegginn í algeru þekkingarleysi á málefninu, eins og stundum fyrr og síðar . Hinn nýi vinnustaður verkalýðs var uppnefndur „hausaskeljastaður“ á Alþingi af forsprakkanum, Einari Olgeirssyni . Með hina sögulegu geymd í bakgrunni, sem drepið hefur verið á hér að framan, upp­ tendraðist eins konar þjóðernisbarátta í mörgu skúmaskoti gegn erlendum fjárfestingum, svo að líkja mátti við baráttuna gegn inngöngunni í NATO og veru herliðsins á Miðnesheiði og víðar . Þetta er baksvið þeirrar stjórnmála­ baráttu, sem háð er hérlendis um þessar mundir um nýtingu náttúruauðlindanna með samningum við erlenda fjárfesta um orkunýtingu . Um þetta ástand er við hæfi að minnast orða Ólafs Thors, fyrrverandi formanns Sjálf­ stæðisflokksins, sem hann viðhafði árið 1946, er nefnd þekktra hagfræðinga hérlendis lagði til við hann allsherjar áætlunarbúskap í landinu, eins og Jakob F . Ásgeirsson rakti í vorhefti Þjóðmála 2010 . Ólafi Thors þótti tillögur sér fræðinganna „þröngsýnar, óraunsæjar og barnalegar“ . Nákvæmlega þessi einkunnarorð eiga við þá áróðursmenn, aðallega úr hópi listafólks, kennara og stjórnmálamanna, sem býsnast yfir öllum framkvæmdum í landinu, er til fram fara horfa og reistar eru á auðlindanýtingu .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.