Þjóðmál - 01.06.2010, Side 130

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 130
128 Þjóðmál SUmAR 2010 Bók Styrmis er geysilega fróðleg yfirferð um skýrsluna, og í raun nauðsynleg eftir hina skökku mynd sem fjölmiðlar og álitsgjafar hafa gefið . Styrmir ber mikið lof á skýrsluna, þótt hann sé ekki blindur á vankanta hennar, sem eru vissulega töluverðir . Þá fær vinnuhópur um siðferði, sem skilaði undarlegu hliðarverki við skýrsluna, stutta umfjöllun og stendur ekki glæsileg ar eftir en áður . Styrmi þykir mjög margt í skýrsl unni vera mjög vel gert og rökfast, en stund um detti skýrsluhöfund­ ar hins vegar niður í bjúrókrat ísk ar meinlokur, skriffinnskusjónarmið sem engan veginn eigi við þegar mikið er í húfi í raunveruleik anum: Fyrstu viðbrögð mín eftir lestur þessa kafla Skýrsl unnar, þar sem ályktanir rann sókn ar­ nefnd ar Alþingis um yfirtöku Glitnis er að finna og ofan greindar tilvitnanir eru teknar út, voru þessi: Hafa þeir, sem þennan texta skrifuðu, aldrei dýft hendi í kalt vatn? Fjár málakerfi landsins stendur í ljósum log um síðustu helgina í september 2008 og rann sókn arnefnd Alþingis hefur hugann að verulegu leyti við það, hvort allra formsatriða hafi verið gætt! Hvort þetta skjal hafi verið áritað með réttum hætti eða kallað eftir öðru skjali úr því að Glitnismenn voguðu sér að tala við Seðlabankann án þess að leggja fram skjöl . Það má vel vera, að í háskólasamfélaginu geti menn leyft sér svona nákvæm vinnubrögð skriffinna en í stjórnmálum og atvinnulífi koma þær stundir að það er ekki hægt . Það verður að taka ákvarðanir á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja, og það verður að gera strax . Þetta er ekki trúverðug gagnrýni . Styrmir nefnir ýmis fleiri dæmi . Eitt þeirra er gagnrýni nefndarmanna á Geir H . Haarde fyrir að hafa farið að þeirri ósk Ingibjargar Sól rúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að Össur Skarphéðinsson en ekki Björgvin G . Sigurðsson kæmi að Glitnismálinu . Rann sóknar­ nefndin segir að Geir hefði átt að virða þessa ósk Ingibjargar Sólrúnar að vettugi . Styrmir segir: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir liggur á sjúkra­ beði í New York og óskar eftir því við Geir H . Haarde að hann kalli Össur Skarphéðinsson til fundar í Seðlabankanum en ekki Björgvin G . Sigurðsson . Að auki er Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, á staðnum en sagður þar vera í öðru hlutverki sínu, sem efna­ hagsráðgjafi utanríkisráðherra . Hvernig dett­ ur rannsóknarnefnd Alþingis í hug að gera þá kröfu til forsætisráðherra við þessar að stæður að hann gangi þvert á vilja formanns sam­ starfs flokksins í ríkisstjórn? Enn eru ein hver skriffinnskusjónarmið á ferð, sem taka ekkert mið af veruleikanum í mannlífinu sjálfu . Hér tæpir Styrmir á einn af helstu göll um skýrslunnar . Stundum taka skriffinnsku sjónar­ miðin gersamlega völdin og raun veru leikinn hverfur sjónum . Úr verður stundum fjarstæðu­ kennd gagnrýni eða jafnvel ásakanir um van­ rækslu, sem eru einfaldlega byggðar á því að hálfu öðru ári eftir að atburðir urðu, dettur rannsóknar­ nefndarmönnum í hug að kannski hefði mátt að gera þetta eða hitt, sem engin lagaskylda var til og ekkert bendir til að hefði neinu breytt . Skrifa minnisblað, halda fundargerð, kalla eftir skjali, kanna þetta eða hitt . En við slíkum galla á skýrslunni mátti auðvitað búast og hann breytir ekki því að margt er stórfróðlegt í skýrslunni og hún hafsjór af upplýsingum sem mjög gagnlegt getur verið að safnað hafi verið saman . Miklu skiptir að menn fái sanngjarna mynd af aðalatriðum skýrslunnar . Þar stóðu fréttamenn, stjórnmálamenn og álitsgjafar sig eins og búast mátti við . Þótt Vefþjóðviljinn sé ekki sammála Styrmi Gunnarssyni um alla hluti í bókinni, þá er bók hans ákaflega skýrt og skynsamlegt hjálpargagn þeim sem vill átta sig á raunverulegum aðalatriðum málsins . Styrmir hefur sagt frá því að hann hafi lesið skýrsluna á sjö dögum og skrifað bókina á öðrum sjö . Það finnst eflaust einhverjum lítill tími til hvors um sig, og það má til sanns vegar færa . En þá má hafa í huga að fréttamenn, stjórnmálamenn og álitsgjafar tóku sér sumir aðeins nokkrar mínútur til sömu hluta . Og nefndarmenn sjálfir virðast telja það eðlilegt . Þeir héldu blaðamannafund og svöruðu fyrirspurn um þegar enginn hafði lesið skýrsluna nema þeir, og gáfu kost á sjónvarpsviðtölum sama kvöld . Þeir segjast svo aldrei ætla að ræða hana framar . vEf-Þjóðviljinn, 136 . tbl . 14 . árg ., „Helgarsprokið“, andriki .is, 16 . maí 2010 .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.