Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGuNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR rí?JÚLT Í988
Hann kveiktí
eldinn
Það var hinn 18. ágúst 1945, sem
Svavar Guðnason, sem í dag er til
moldar borinn, opnaði almenningi
dyrnar að hinni sögufrægu sýningu
sinni í Listamannaskálanum gamla
við Kirkjustræti. Það eru því rétt
43 ár síðan ný viðhorf ruddu sér
til rúms á íslenzkum myndlistar-
vettvangi, eins og þau voru þá í
hvað mestri gerjun á meginlandinu.
Ósagt skal látið, hvort íslenzkir
málarar hafi í þann tíma unnið
nægilega úr því, sem þeir voru þá
að gera í anda evrópskrar erfða-
venju og þarmeð gætt íslenzka
myndlist eigin og öflugu svipmóti,
en eitt er víst, að íslenzk myndlist
var ekki söm eftir þessa sýningu.
Á þessum rúmum fjórum áratug-
um hefur átt sér stað meiri upp-
stokkun nýrra viðhorfa en víðast
hvar annars staðar á Norðurlöndum
og landið skapað sér nokkra sér-
stöðu í þeim efnum.
Sýningin mun hafa verið gríðar-
leg uppörvun fyrir það unga fólk,
sem þá var að hasla sér völl og
hafði kynni af ýmsum nýviðhorfum
vestan hafs. Á þeim árum sýsluðu
menn án vafa við ýmislegt á vinnu-
stofum sínum, sem þeim datt síður
í hug að bera á torg, en sýning
Svavars mun hafa aukið þeim þor
og kjark í þeim efnum.
Mönnum leyfist ýmislegt, er þeir
koma forframaðir frá útlandinu, og
svo var einnig með sýningu Svav-
ars, sem tekið var með merkilegu
umburðarlyndi af dagblöðum og
almenningi, gagnstætt því er spor-
göngumenn hans hleyptu af stokk-
unum fyrstu Septembersýningunni
á sama stað tveim árum seinna, sem
olli slíkum úlfaþyt, að hrikti í stoð-
um himinsins. Sýning sú var þó til-
tölulega meinlaus miðað við sýn-
ingu Svavars, því að flestir voru
enn með annan fótinn í hlutveru-
leikanum, þótt ekki væri hann
beinlínis fegraður. Svo sem ég sagði
í grein hér í blaðinu í tilefni þess,
að 25 ár voru liðin frá þessum at-
burði og birtist 18. ágúst 1970, „þá
blés Svavar Guðnason, þá nýkom-
inn heim með Esju, til rammasta
myndlistarófriðar á landi voru, sem
stýrt hafði hjá ógnum heimsófriðar-
ins, einmitt er heimsfriður var loks
éndanlega í sjónmáli. En andstætt
eyðileggingu og kröm styrjaldarinn-
ar var lögeggjan Svavars á lista-
sviðinu sá sviptibylur, sem lífsnauð-
syn er fyrir viðgang gróandi og
fijórrar listar. Sýning Svavars olli
fyrir ýmsa hluti straumhvörfum í
viðhorfum hérlendis til myndiistar
og eðlis hennar, og gagnger hugar-
farsbreyting fylgdi í kjölfarið. —
íslenzk myndlist var ekki söm eftir
það. Landið var um þær mundir að
komast aftur í samband við gamla
heiminn eftir einangrun stríðsár-
anna, og menn voru opnir og vak-
andi fýrir öllu nýju, er þaðan kom."
En það er svo önnur saga, gömul
sem ný, og menn reka sig á enn
þann dag í dag, hverju sem því
veldur, að hrifning og umburðar-
lyndi fólks er ólíkt meira gagnvart
viðhorfum, er koma að utan en inn-
an frá.
Svavar var líka í hæsta máta
ánægður og undrandi yfir viðtökun-
um, því að fjórum dögum liðnum
höfðu 500 gestir komið á sýninguna
og 8 myndir selst og aðspurður
sagði hann við fréttamann frá
Morgunblaðinu: „Mjer finnst, að
listsýningargestir hjer í Reykjavík
sjeu sjerstaklega frjálslyndir og vel
að sjér til að dæma um list, miðað
við aðrar stórborgir, sem jeg hefi
komið til."
Listrýnir blaðsins í þá daga átti
Stuðlaberg (1949)
íslandslag (1944)
og stutt spjall, en athyglisvert við
Svavar daginn eftir að sýningin var
opnuð. Þar svarar Svavar Orra (Jóni
Þorleifssyni) spurningu um feril
sinn á þessa leið; „— Jeg fór utan
í byrjun ársins 1935. Byrjaði jeg
þá nám í Akademíinu í Kaup-
mannahöfn, en var þar ekki nema
í hálfan þriðja mánuð. Árið 1938
heimsótti jeg listaskóla Fernand
Léger í París og fékk jeg að fylgj-
ast með, þegar hann leiðbeindi nem-
endum sínum. Þetta var öll mín
skólaganga. Skólar eru að mínum
dómi allt of vanabundnir og hneppa
hina ungu listamenn i fjötra fyrir-
fram ákveðinna skoðana um list og
listilega viðekna siðfræði. Siðfræði
sem er afturhaldsöm, en ekki fram-
sækin, og kemur í bága við persónu-
legt frjálsræði og heftir framþróun-
ina. Jeg lít svo á, að sjálfsnám sje
hollast í fjelagskap útvalinna lista-
manna og annarra frjálslyndra og
fordómalausra manna. Þar sé leiðin
til að finna sjálfan sig í öllum breyti-
leik, læra að treysta á eigin mátt."
Orri spyr hvort Svavar líti svo á,
að samtök listamanna séu til bóta.
„Það er hægt að stefna fram á við
í hópi samhentra manna, þegar
áhugamálin eru lík og alls frjáls-
ræðis er gætt." Er Orri svo spyr,
hvort Svavari finnist hann hafa eitt-
hvað frá íslenzkri náttúru í sinni
list svarar hann; „Já, í raun og
veru stend jeg í nánu sambandi við
íslenzka náttúru, bæði í litum og
formi. Jeg vil engan veginn ská-
ganga náttúruna og það er af innri
þörf."
Og spurningu um það, hvort telja
mætti hann til hinna svokölluðu
abströktu málara svarar Svavar,
„Já, er ekki rjett að kalla það svo,
þó mjer sje illa við allar „etikett-
ur", sjerstaklega þegar um list er
að ræða. Jeg lít svo á, að list, sem
kemur fram í óhlutbundnari formi,
hafí stærri möguleika til aukins
þroska en sú, sem t.d. er bundin
náttúrueftirlíking. í þessu sambandi
detta mjer í hug orð Heerup, mynd-
höggvara, að maður líkist ekki
graníti, hví eigi þá granít að líkjast
manni? Jeg vil þó, til að firra mis-
skilningi, taka það fram, að það sje
fjarri því, að góð list hafi ekki orð-
ið til á öllum ttmum og í hvers
konar formi fremur á jeg við, að
hver tími verði að finna sitt eigið
form."
í þessu stutta viðtali er Svavar
merkilega hispurslaus, og það voru
líka megineinkenni hans alla tíð og
reifar hann hér feril sinn og skoðan-
ir í hnotskurn.
Þriðjudaginn 28. ágúst birtist svo
furðulega vinsamleg umsögn frá
héndi Orra um sýninguna, þegar
tekið er mið af því, að list Svavars
mun hafa verið honum mjög fram-
andi, enda málari af allt öðru upp-
lagi, sem sagði meira á þeim tímum
en í dag.
Öll Reykjavíkurblöðin gerðu sýn-
ingunni skil í fréttum og Þjóðviljinn
birti meira að segja tvær umsagnir
hlið við hlið eftir þá Björn Th.
Björhsson og Þorvald Skúlason.
Auk þess birti blaðið lífmikið viðtal
við Svavar undir fyrirsögninni
„Listin sprettur af lífinu sjálfu".
En íslenzk dagblöð eru söm við sig,
og þannig vakti meistaramót fs-
lands i frjálsum íþróttum margfalt
meiri athygli og innan um heims-
fréttirnar birtist í einu blaðanna
mynd af leikkonunni Ann Sheridan
í síðbuxum. Það hafa þótt meiri
tímamót í þá daga ...
- O -
Ekki fer hjá því, að hugurinn
leiti til baka við andlát Svavars
Guðnasonar og festist þá einmitt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60